Aldís Amah Hamilton er á lista yfir mögulega tilnefningu til verðlauna sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Senua’s Saga: Hellblade II, þar fer Aldís fer með hlutverk Ástríðar Fyrir stundu var tilkynnt á heimasíðu BAFTA hvaða tölvuleikir eru á svokölluðum longlist BAFTA tölvuleikjaverðlaunanna 2024. Þá var ljóst að íslenska leikkonan Aldís Amah Hamilton er á listanum yfir mögulega tilnefningu til verðlauna sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Senua’s Saga: Hellblade II, þar sem Aldís fer með hlutverk Ástríðar. Tölvuleikurinn Hellblade II er listaður á tíu mismunandi flokkum á listanum en þess má geta að þá er sögusvið leiksins…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Leikjasamtökin Game Makers Iceland halda Game Jam, eða svokallaða leikjasmiðju, í desember. Í leikjasmiðju keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. Þessi hátíðar-leikjasmiðja hefst fimmtudaginn 5. desember kl. 9:00 og lýkur 19. desember kl. 16:30. Þema leikjasmiðjunnar verður tilkynnt um leið og leikasmiðjan hefst. Þessi hátíðar-leikjasmiðja hefst fimmtudaginn 5. desember kl. 9:00 og lýkur 19. desember kl. 16:30. Þema leikjasmiðjunnar verður tilkynnt um leið og leikasmiðjan hefst. Til að hita upp fyrir leikjasmiðjuna verður sérstakur hittingur haldinn á Next Level…
Ný Xbox auglýsing birtist á YouTube-rás Xbox í seinustu viku þar sem Microsoft vekur athygli á því að Xbox sé í raun ekki aðeins Xbox leikjatölvan, heldur líka síminn, tölvan, sjónvarpið og ýmsar aðrar græjur sem geta spilað tölvuleiki. Auglýsingin hefur vakið umtal þar sem fyrirtækið auglýsir Xbox ekki sem vélbúnað, heldur sem leikjaþjónustu sem hægt er að nálgast á mismunandi vélbúnuðum. Með því að sækja Xbox appið eða sérstakan viðauka í þessi tæki getur notandinn spilað tölvuleiki, en þessi þjónusta er þó alls ekki í boði hvar sem er, til að mynda er hún ekki í boði á Íslandi.…
Leikurinn er lífhermir sem virðist vera stútfullur af húmor og gerir óspart grín af öllu því súra sem lífið hefur upp á að bjóða. Porcelain Fortress birti í dag nýja stiklu úr Walk of Life, nýjum tölvuleik sem er væntanlegur fyrri hluta árs 2025. Leikurinn er lífhermir sem virðist vera stútfullur af húmor og gerir óspart grín af öllu því súra sem lífið hefur upp á að bjóða. Allt að fjórir geta spilað leikinn og keppt á móti hvort öðru. Porcelain Fortress gaf út leikinn No Time to Relax árið 2019 sem hefur hlotið góða dóma á Steam og er…
Á dögunum fékk Nörd Norðursins aðgang að PlayStation 5 Pro, nýjustu leikjatölvunni frá Sony sem kom í verslanir í dag. Í þessari umfjöllun verður fjallað um PlayStation 5 Pro (hér eftir PS5 Pro), helstu kosti hennar og galla. Við þökkum Sony og Senu fyrir aðgang að tölvunni. Við tökum jafnframt fram að þessi umfjöllun er óháð og skoðanir höfundar eru hans eigin. Hvað er PlayStation 5 Pro? PlayStation 5 Pro er tæknilega séð fimmta útgáfan af PlayStation 5 leikjatölvunni. Fyrstu tvær útgáfurnar voru fáanlegar á útgáfudegi árið 2020 þar sem kaupendur gátu valið á milli þess að kaupa sér PS5…
Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég þurfti að finna mér eitthvað tómstundargaman á meðan ég var að sinna barninu, þá fór ég að búa til bangsa… Sölubás sem innihélt ofurkrúttlega tölvuleikjabangsa fangaði athygli okkar á dögunum. Á bakvið básinn var hin 27 ára Moa Särås, sem hefur undanfarin þrjú ár verið að hekla allskonar bangsa. Við heyrðum í Mou og spurðum hana út í hvernig það kom til að hún fór að hekla tölvuleikjabangsa og hvar áhugasamir geta skoðað og keypt bangsa eftir hana. „Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist…
Í indíleiknum Landnáma ferðast þú aftur til landnámsaldar og siglir til Íslands með það markmið að koma á byggð og setjast hér að. Þó svo að leikurinn gerist allur á Íslandi þá er Sonderland, leikjafyrirtækið sem bjó til leikinn, þýskt og samanstendur af þrem vinum frá Þýskalandi, Frakklandi og Kanada. Við hjá Nörd Norðursins gagnrýndum leikinn fyrir skemmstu og gáfum honum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér. Með nýjustu uppfærslu leiksins bætist við íslenskur tungumálastuðningur […] Landnáma var upphaflega gefinn út árið 2023 á Steam en kom út á Nintendo Switch og…
Ragnheiður hefur sótt innblástur úr nördaheiminum í list sinni, meðal annars úr Star Wars og Mario tölvuleikjunum. Listakonan Ragnheiður Ýr Markúsdóttir hefur alltaf haft áhuga á því að teikna og mála. Í kjölfar þess að faðir hennar lést árið 2017 hellti hún sér í listina og lærði sjálf að mála og teikna. Auk þess fór hún í nám þar sem hún lærði þrívíddarkvikun. Ragnheiður hefur sótt innblástur úr nördaheiminum í list sinni, meðal annars úr Star Wars og Mario tölvuleikjunum. Við heyrðum í Ragnheiði og spurðum hana aðeins nánar út í verkin. „Ég byrjaði að gera nördaverk 2018, mér fannst…
Elko hóf forsölu á PlayStation 5 Pro í dag og birti samhliða því verðið á uppfærðu leikjatölvunni. Sony staðfesti söluverð erlendis á PS5 Pro á kynningu sem haldin var í seinasta mánuði, tölvan mun kosta $699 í Bandaríkjunum, £699 í Bretlandi og €799 í Evrópu. Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember, Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember, eða fjórum dögum eftir almennan útgáfudag. Til samanburðar kostar PlayStation 5 Slim Digital útgáfan 89.995 kr. og…
Fyrr í dag kynnti Sony leikjatölvuna PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir þann 7. nóvember næstkomandi. Um er að ræða kraftmeiri útgáfu af PlayStation 5 leikjatölvunni sem kom fyrst á markað í lok árs 2020. Í PlayStation 5 þurfa spilarar gjarnan að velja á milli þess að spila leikinn í bestu mögulegri grafík en þá á kostnað þess að keyra leikinn á færri römmum, eða þá að spila leikinn á 60 römmum á sekúndu en þá er grafík leiksins ekki í hámarksgæðum. Með tilkomu PlayStation 5 Pro opnast á þann möguleika að geta keyrt leiki í fullum gæðum…