Author: Bjarki Þór Jónsson

Á dögunum fékk Nörd Norðursins aðgang að PlayStation 5 Pro, nýjustu leikjatölvunni frá Sony sem kom í verslanir í dag. Í þessari umfjöllun verður fjallað um PlayStation 5 Pro (hér eftir PS5 Pro), helstu kosti hennar og galla. Við þökkum Sony og Senu fyrir aðgang að tölvunni. Við tökum jafnframt fram að þessi umfjöllun er óháð og skoðanir höfundar eru hans eigin. Hvað er PlayStation 5 Pro? PlayStation 5 Pro er tæknilega séð fimmta útgáfan af PlayStation 5 leikjatölvunni. Fyrstu tvær útgáfurnar voru fáanlegar á útgáfudegi árið 2020 þar sem kaupendur gátu valið á milli þess að kaupa sér PS5…

Lesa meira

Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég þurfti að finna mér eitthvað tómstundargaman á meðan ég var að sinna barninu, þá fór ég að búa til bangsa… Sölubás sem innihélt ofurkrúttlega tölvuleikjabangsa fangaði athygli okkar á dögunum. Á bakvið básinn var hin 27 ára Moa Särås, sem hefur undanfarin þrjú ár verið að hekla allskonar bangsa. Við heyrðum í Mou og spurðum hana út í hvernig það kom til að hún fór að hekla tölvuleikjabangsa og hvar áhugasamir geta skoðað og keypt bangsa eftir hana. „Ég lærði að hekla árið 2021 þegar ég eignaðist…

Lesa meira

Í indíleiknum Landnáma ferðast þú aftur til landnámsaldar og siglir til Íslands með það markmið að koma á byggð og setjast hér að. Þó svo að leikurinn gerist allur á Íslandi þá er Sonderland, leikjafyrirtækið sem bjó til leikinn, þýskt og samanstendur af þrem vinum frá Þýskalandi, Frakklandi og Kanada. Við hjá Nörd Norðursins gagnrýndum leikinn fyrir skemmstu og gáfum honum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér. Með nýjustu uppfærslu leiksins bætist við íslenskur tungumálastuðningur […] Landnáma var upphaflega gefinn út árið 2023 á Steam en kom út á Nintendo Switch og…

Lesa meira

Ragnheiður hefur sótt innblástur úr nördaheiminum í list sinni, meðal annars úr Star Wars og Mario tölvuleikjunum. Listakonan Ragnheiður Ýr Markúsdóttir hefur alltaf haft áhuga á því að teikna og mála. Í kjölfar þess að faðir hennar lést árið 2017 hellti hún sér í listina og lærði sjálf að mála og teikna. Auk þess fór hún í nám þar sem hún lærði þrívíddarkvikun. Ragnheiður hefur sótt innblástur úr nördaheiminum í list sinni, meðal annars úr Star Wars og Mario tölvuleikjunum. Við heyrðum í Ragnheiði og spurðum hana aðeins nánar út í verkin. „Ég byrjaði að gera nördaverk 2018, mér fannst…

Lesa meira

Elko hóf forsölu á PlayStation 5 Pro í dag og birti samhliða því verðið á uppfærðu leikjatölvunni. Sony staðfesti söluverð erlendis á PS5 Pro á kynningu sem haldin var í seinasta mánuði, tölvan mun kosta $699 í Bandaríkjunum, £699 í Bretlandi og €799 í Evrópu. Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember, Verðmiðinn á PlayStation 5 Pro hjá Elko á Íslandi er 139.995 kr. og afhending er áætluð þann 11. nóvember, eða fjórum dögum eftir almennan útgáfudag. Til samanburðar kostar PlayStation 5 Slim Digital útgáfan 89.995 kr. og…

Lesa meira

Fyrr í dag kynnti Sony leikjatölvuna PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir þann 7. nóvember næstkomandi. Um er að ræða kraftmeiri útgáfu af PlayStation 5 leikjatölvunni sem kom fyrst á markað í lok árs 2020. Í PlayStation 5 þurfa spilarar gjarnan að velja á milli þess að spila leikinn í bestu mögulegri grafík en þá á kostnað þess að keyra leikinn á færri römmum, eða þá að spila leikinn á 60 römmum á sekúndu en þá er grafík leiksins ekki í hámarksgæðum. Með tilkomu PlayStation 5 Pro opnast á þann möguleika að geta keyrt leiki í fullum gæðum…

Lesa meira

Kappakstursleikurinn Phantom Spark frá íslenska leikjafyrirtækinu Ghosts kom út í þann 19. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða hraðan kappakstursleik þar sem hver sekúnda skiptir máli. Leikurinn sækir innblástur í leiki á borð við Trackmania, WipeOut, F-Zero og Thumper. Leikurinn hefur verið þýddur á 11 tungumál, þar á meðal íslensku. Ghosts samanstendur af Torfa Ásgeirssyni og Joon Van Hove en þeir hafa verið að vinna að leiknum Phantom Spark síðan 2021. Áður hafa þeir saman búið til og gefið út leikinn NUTS sem kom út á öllum helstu tölvuleikjamiðlum árið 2021. Phantom Spark er fjármagnaður og gefinn út af breska…

Lesa meira

Tölvuleikjatónleikar verða haldnir í Hörpu föstudaginn 13. september og laugardaginn 14. september næstkomandi. Að því tilefni ætlum við hjá Nörd Norðursins í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands að gefa fjóra miða á tónleikana! Leikurinn fer fram á Facebook-síðu Nörd Norðursins og á TikTok og verða tveir vinnigshafar dregnir úr lukkupottinum þann 11. september – einn á Facebook og einn á TikTok. Vinningshafar fá gjafamiða sem gildir fyrir tvo á tónleikana. Það er Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía sem mun flytja tónlist úr völdum tölvuleikjum á tónleikunum. Með annars verða spiluð lög úr Fallout, Fortnite, EVE Online, Starfield, Kingdom Hearts, Baldur’s Gate…

Lesa meira

Flestir PlayStation 5 eigendur muna eflaust eftir Astro, litla sæta vélmenninu í Astro’s Playroom sem er ókeypis tölvuleikur sem kynnir spilurum fyrir möguleikum PS5 DualSense fjarstýringarinnar. Nú hefur litla vélmennið snúið aftur í tölvuleiknum Astro Bot sem kom í verslanir þann 6. september og er leikurinn mun stærri og fjölbreyttari en sá fyrri. Geimverur tæta PlayStation í sundur Sagan í leiknum er á þá leið að geimverur komast í PlayStation 5 tölvuna, sem er jafnframt geimskip Astro og félaga, og rífa hana alla í sundur og stela hlutum úr henni. Astro fær það hlutverk í hendurnar að finna tölvupartana aftur…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Landnáma fangaði athygli okkar hjá Nörd Norðursins á dögunum en leikurinn fjallar um landnám Íslands. Markmiðið í leiknum er að ná að setjast að á Íslandi og svo að það takist er nauðsynlegt að byggja upp samfélagið og undirbúa sig fyrir kalda og erfiða vetra sem taka sinn toll. Í seinasta mánuði gagnrýndum við leikinn þar sem hann er að nálgast ítarlegri umfjöllun ásamt því sem við birtum myndband sem sýnir brot úr spilun leiksins. Við fengum Mathias Tournier í stutt viðtal en hann er einn af stofnendum Sonderland, leikjafyrirtæksins sem gerði leikinn. Okkur langaði að forvitnast nánar um…

Lesa meira