Grasrótarsamtökin Game Makers Iceland kynna Reykjavík Game Summit, málþing sem er ætlað fagfólki úr leikjabransanum. Þétt dagskrá verður í boði á málþinginu sem er sett saman með leikjahönnuði og öðru skapandi fólki úr leikjaiðnaðinum í huga. Sérfræðingar á sviði tölvuleikja munu deila þekkingu sinni og opna á umræður og samtal milli sérfræðinga.
Meðal þeirra sem taka til máls eru Greg Hennessey leikjahönnuður hjá CCP Games, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður og kennari, Johan Pilestedt hugmyndastjóri hjá Arrowhead Game Studios, Sigurlína Ingvarsdóttir stofnandi Behold Ventures, Ari Arnbjörnsson hjá Epic Games, Harry Krueger hugmyndastjóri og Kim Cosmo Ström sjálfstætt starfandi leikjahönnuður. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á heimasíðu Game Makers Iceland.






Reykjavík Game Summit fer fram þann 27. nóvember í Vinnustofu Kjarvals. Dagskráin stendur yfir milli kl. 09:00 og 16:30 og kostar miðinn 12.900 kr. (hádegismatur innifalinn). Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði.
Viðburðurinn er styrktur af CCP Games og Unreal Engine.
Myndir: Game Makers Iceland
