Það er leikjafyrirtækið Ebb Software sem vinnur að gerð hryllingsleiksins Scorn. Stiklan er dimm og og drungaleg en nánast ekkert er sýnt úr spilun leiksins. Byssan sem við sjáum í lok stiklunnar er þó ansi áhugaverð og minnir svolítið á kjúklingabeinabyssuna úr Existenz. Leikurinn er væntanlegur í verslanir árið 2017.
Author: Bjarki Þór Jónsson
Japanski leikjahönnuðurinn Hideo Kojima, maðurinn sem er líklega hvað mest þekktur fyrir Metal Gear seríuna, birtist mörgum að óvörum á Sony kynningunni á E3 leikjasýningunni í ár. Maðurinn var fámæltur en sagði þó; „I’m back!“ Í framhaldinu var birtist kítla úr nýja leiknum hans frá Kojima Producations, Death Stranding. Þess má geta að Kojima var nýlega á Nordic Game ráðstefnunni og sagði þá að hann væri að flakka á milli landa til að finna réttu tæknina til að þróa nýja leikinn sinn í rétt átt, svo við gerum ráð fyrir því að leikurinn sé kominn stutt á veg. Kitla úr Death Stranding
The Elder Scrolls V: Skyrim er einn af þessum leikjum sem hafa náð að lifa vel og lengi, enda einstaklega vel heppnaður leikur þar á ferð. Leikurinn var upprunalega gefinn út árið 2011 og síðan þá hefur ný kynslóð leikjatölva tekið við að þeim eldri og grafík í leikjum þróast mikið. Á E3 kynningu Bethesda var tilkynnt að Skyrim myndi fá andlitslyftingu og vera uppfærður á nýju leikjatölvurnar, þ.e.a.s. PlayStation 4 og Xbox One. Samhliða leiknum verða gefnir út uppfærslupakkar (DLC) og notendabreytingar (mod). Uppfærða útgáfan er væntanleg í verslanir 28. október á þessu ári. Sýnishorn úr uppfærðu útgáfu Skyrim…
Á E3 kynningu Microsoft kynnti fyrirtækið nýja liti á Xbox One fjarstýringarnar. Nú geta spilara valið sína eigin litið á fjarstýringarnar og takkana og þannig gert Xbox One fjarstýringarnar sínar persónulegri. Samkvæt auglýsingunni verða yfir 8 milljón mismunandi litasamsetningar í boði, svo það eru ekki miklar líkur á því að margir eigi „þína“ litahönnun. Og talandi um Xbox One fjarstýringar, að þá kynnti Microsoft á sömu kynningu sérstaka Gears of War 4 Elite fjarstýringu í takmörkuðu magni fyrir Xbox One sem lítur alveg gríðarlega vel út.
Bethesda kynnti tvö ný VR-verkefni á E3 kynningu fyrirtækisins í nótt; annars vegar sýndarveruleika þar sem hægt er að fara í einskonar skoðunarferð um í helvíti í nýja Doom leiknum og hins vegar Fallout 4 sýndarveruleika. Fallout 4 leikurinn verður aðgengilegur í heild sinni í sérstakri útgáfu fyrir HTC Vive VR-græjuna. Það verður nú ekki leiðinlegt að skella sér í Fallout heiminn með Pip-Boy á vinstri hönd og hundinn við þá hægri, stútandi óvinum og kanna ný landsvæði. Fallout 4 VR er væntanlegur í verslanir 2017. Stikla út Fallout 4
Arkane Studios í samstarfi við Bethesda vinnur nú að gerð á endurræsingu á fyrstu persónu skotleiknum Prey. Arkane Studios er leikjafyrirtækið á bakvið Dishonored leikina. Upprunalegi Prey leikurinn kom út árið 2006 en endurræsta útgáfan mun ekki apa beint eftir eldri leiknum heldur verður leikurinn breyttur að einhverju leyti. Leikurinn gerist árið 2032 í geimskipi þar sem geimverur hafa tekið yfir og er það hlutverk spilarans að komast lífs af með því að nota vit og vopn að leiðarljósi. Leikurinn er væntanlegur á næsta ári á PC, PS4 og Xbox One. Stikla úr Prey
Nokkuð stór hluti af kynningu Bethesda á E3 tölvuleikjasýningunni fór í að sýna valin brot úr Dishonored 2 sem var kynntur á E3 í fyrra. Sýndar voru stiklur og sýnishorn úr leiknum þar sem gefin eru dæmi hvernig leikurinn er spilaður og hvernig dínamískt veður sem getur skyndilega breyst getur haft áhrif á spilun leiksins. Leikurinn er væntanlegur 11. nóvember 2016 á PC, PS4 og Xbox One. E3 stiklan úr Dishonored 2 12 mínútna sýnishorn úr leiknum
Verið er að endurvekja gömlu klassísku fyrstu persónu skotleikina til lífsins hvern á fætur öðrum. Fyrst var það Wolfenstein, svo Doom og á E3 kynningu Bethesda nú í nótt bættist Quake við listann! Þessir þrír leikir höfðu allir gríðarlega mikil áhrif á velgengni og vinsældir fyrstu persónu skotleikja á sínum tíma og má segja að þeir hafa lagt línurnar fyrir fyrstu persónu skotleiki nútímans. Nýji Quake leikurinn ber heitið Quake Champions og mun fókusa á fjölspilun. Hægt verður að velja á milli mismunandi skotkappa sem hafa mismunandi hæfileika og mismunandi stíl. Leikurinn er búinn til sérstaklega með tölvuleikjakeppnir (eSports) í…
EA kynnti The Journey, nýjung í FIFA 17, á E3 kynningarfundi sínum í kvöld. Í The Journey spilar þú í gegnum söguþráð þar sem þú stjórnar fótboltamanni að nafni Alex Hunter sem er að stíga sín fyrstu skref í bresku úrvalsdeildinni. Í The Journey á spilarinn að fá að kynnast fótboltaheiminum betur og kynnast nýjum persónum í gegnum leikinn. Þjálfurum hefur einnig verið bætt við FIFA 17 og má þar meðal annars nefna risa á borð við José Mourinho, þjálfara Manchester United, og Arsène Wenger, þjálfara Arsenal. Sýnishorn úr The Journey í FIFA 17
Fyrsti Titanfall leikurinn kom út árið 2014 á PC og Xbox One og fókusaði leikurinn eingöngu á fjölspilun. Á E3 kynningu EA var Titanfall 2 kynntur til leiks og tilkynnt að sá leikur mun innihalda fjölspilun líkt og fyrri leikurinn, en auk þess verður boðið uppá einspilun þar sem spilarinn fær færi á að kynnast söguheimi Titanfall betur. Sex ný vélmenni verða í boði í Titanfall 2 og er búið að bæta hæfileikakerfi leiksins að sögn EA. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 28. október 2016 á PC, Xbox One og PS4. Nýtt sýnishorn úr Titanfall 2