Verið er að endurvekja gömlu klassísku fyrstu persónu skotleikina til lífsins hvern á fætur öðrum. Fyrst var það Wolfenstein, svo Doom og á E3 kynningu Bethesda nú í nótt bættist Quake við listann! Þessir þrír leikir höfðu allir gríðarlega mikil áhrif á velgengni og vinsældir fyrstu persónu skotleikja á sínum tíma og má segja að þeir hafa lagt línurnar fyrir fyrstu persónu skotleiki nútímans. Nýji Quake leikurinn ber heitið Quake Champions og mun fókusa á fjölspilun. Hægt verður að velja á milli mismunandi skotkappa sem hafa mismunandi hæfileika og mismunandi stíl. Leikurinn er búinn til sérstaklega með tölvuleikjakeppnir (eSports) í…
Author: Bjarki Þór Jónsson
EA kynnti The Journey, nýjung í FIFA 17, á E3 kynningarfundi sínum í kvöld. Í The Journey spilar þú í gegnum söguþráð þar sem þú stjórnar fótboltamanni að nafni Alex Hunter sem er að stíga sín fyrstu skref í bresku úrvalsdeildinni. Í The Journey á spilarinn að fá að kynnast fótboltaheiminum betur og kynnast nýjum persónum í gegnum leikinn. Þjálfurum hefur einnig verið bætt við FIFA 17 og má þar meðal annars nefna risa á borð við José Mourinho, þjálfara Manchester United, og Arsène Wenger, þjálfara Arsenal. Sýnishorn úr The Journey í FIFA 17
Fyrsti Titanfall leikurinn kom út árið 2014 á PC og Xbox One og fókusaði leikurinn eingöngu á fjölspilun. Á E3 kynningu EA var Titanfall 2 kynntur til leiks og tilkynnt að sá leikur mun innihalda fjölspilun líkt og fyrri leikurinn, en auk þess verður boðið uppá einspilun þar sem spilarinn fær færi á að kynnast söguheimi Titanfall betur. Sex ný vélmenni verða í boði í Titanfall 2 og er búið að bæta hæfileikakerfi leiksins að sögn EA. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 28. október 2016 á PC, Xbox One og PS4. Nýtt sýnishorn úr Titanfall 2
Í tengslum við E3 tölvuleikjasýninguna hefur verið birt ný stikla úr tölvuleiknum Call Of Cthulhu sem er væntanlegur á PC og leikjatölvur árið 2017. Call Of Cthulhu er sálrænn RPG-hryllingsleikur þar sem spilarinn þarf meðal annars að rannsaka óútskýrða hluti og læðast um svæði. Ef þú getur ekki beðið eftir þessum og þyrstir í hryllingsleiki þá setta ég saman lista yfir níu nýlega hryllingsleiki sem fá hárin til að rísa.
Rocket League heimurinn heldur áfram að stækka með Neo Tokyo, nýjustu viðbót leiksins . Viðbótin inniheldur nýtt borð með sæberpönk þema sem ber heitið Neo Tokyo og er byggt á Underpass borðinu sem margir spilarar ættu að kannast við úr Rocket Labs. Neo Tokyo viðbótin er væntanleg mánudaginn 20. júní og verður hægt að sækja ókeypis. Tveimur dögum fyrr, eða laugardaginn 18. júní, bætast tveir nýjar bílar í bílskúrinn; Esper og Masamune. Bílanir er í anime stíl og þarf að borga sérstaklega fyrir þá. Hægt er að sjá bílana tvo og nýja borðið í sýnishorninu hér fyrir neðan.
Ég hef spilað Rocket League grimmt undanfarna mánuði og hef spilað með og á móti alls konar spilurum. Yfir höfuð eru Rocket League spilarar í góðu jafnvægi og fer ekki mikið fyrir þeim, en reglulega lendir maður á… öðruvísi týpum. Hér er listi yfir sex týpur Rocket League spilara sem eru nokkuð áberandi í leiknum. Jákvæði fyrirliðinn Jákvæði fyrirliðinn er duglegur að skapa færi og skjóta á markið. Hann hikar ekki við að hrósa liðsfélögum sínum og fyrirgefur auðveldlega mistök annara. Þennan spilara vill maður hafa í liðinu sínu þar sem hann er duglegur að peppa upp liðsandann. Uppáhaldslínurnar hjá…
Hvernig myndu forsetaframbjóðendur bregðast við óvæntri heimsókn frá geimverum sem myndu vilja lenda á Snæfellsjökli – og forsetinn einn hefði heimild til að veita slíkt leyfi? Hvernig myndu þeir meta áhættuna, án þess að vita hvort þær koma í friðsamlegum tilgangi eða ekki? Við sendum eftirfarandi fyrirspurn á forsetaframbjóðendur. Svör frambjóðenda eru birt fyrir neðan í handahófskenndri röð. Árið er 2026. NASA og ESA hafa áreiðanlegar upplýsingar í höndunum um að geimskipafloti sé á leið til jarðar. Geimverurnar hafa sent frá sér skilaboð þar sem þær segjast vilja fá að lenda á Snæfellsjökli eftir 48 klukkutíma og hefur forseti Íslands einn…
Fyrsti Doom leikurinn var gefinn út árið 1993 og braut blað í sögu tölvuleikja sem fyrstu persónu skotleikur – hlaðinn spennu, hraða og rokktónlist. Síðan þá hafa nokkrir Doom leikir komið út og þeir hlotið misgóða dóma. Nýjasti Doom leikurinn kom í verslanir í seinasta mánuði og hafa margir beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu eftir að sýnt var brot úr leiknum á E3 í fyrra. HELVÍTI Á MARS Söguþráður nýja leiksins hljómar kunnuglega. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í tilraunum á plánetunni Mars sem hefur opnað hlið til helvítis. Plánetan er full af djöflum og púkum sem þú þarft að…
Tónlistarleikurinn Mussila frá íslenska fyrirtækinu Rosamosi lenti á íslenska App Store í gær. Leikurinn er ætlaður krökkum á aldrinum 6-11 ára og er tilgangur hans að kenna krökkum á grunninn í tónlist á skemmtilegan hátt. Í leiknum er meðal annars hægt að spilað á hljóðfæri, taka upp lög, spila nótur, æfa taktinn, setja upp hljómsveit og læra að þekkja 12 mismunandi hljóðfæri svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn inniheldur engar auglýsingar, ekkert ofbeldi og enga aukahluti sem kosta peninga eftir að leikurinn er keyptur, en leikurinn kostar í kringum 900 kr. (7,4 dollara) á App Store. Leikurinn hlaut styrk frá Nordic…
Hér er að finna sýnirhorn úr broti af þeim leikjum sem koma í verslanir í júní mánuði. Dangerous Golf – 3. júní Hearts of Iron IV – 6. júní Edge of Nowhere (VR) – 6. júní Mirror’s Edge Catalyst – 9. júní Kirby: Planet Robobot – 10. júní Sherlock Holmes: The Devil’s Daughter – 10. júní Umbrella Corps – 21. júní Lego Star Wars: The Force Awakens – 28. júní Forsíðumynd: Mirror’s Edge Catalyst