Fréttir

Birt þann 17. júlí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Stærsta Pokémon veiði í sögu Íslands haldin í dag

Sunnudaginn 17. júlí verður stærsta Pokémon veiði í sögu Íslands haldin á Klambratúni. Þátttakenndur munu veiða Pokémona í gegnum Pokémon GO leikinn sem kom í íslenskar app-verslanir í gær. Upphaflega stóð til að veiðin færi fram sama dag, en þar sem mjög margir áttu í erfiðleikum með að komast inní leikinn sökum mikils álags á netþjóna leiksins var ákveðið að fresta veiðinni um einn dag.

Veiðin hefst á slaginu 14:00 og hafa yfir 600 manns staðfest komu sína og u.þ.b. 1.000 aðrir sýnt veiðunum áhuga á viðburðinum á Facebook.

Veðurspáin lofar góður; skýjað, logn og 14 gráðu hiti.

Mynd: Pokémon GO á Facebook

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑