Fréttir

Birt þann 23. júlí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Gamestöðin hættir í Smáralind

Á morgun, sunnudaginn 24. júlí, mun Gamestöðin loka í Smáralind. Þetta tilkynnti Gamestöðin á Facebook-síðu sínni í byrjun vikunnar. Liðin eru tæp þrjú ár síðan að Gamestöðin opnaði verslun sína í Smáralind og kynnti til leiks 45 fermetra leikjasal þar sem gestir gátu fengið sér sæti og prófað leiki í nýjustu leikjatölvunum. Til að byrja með var Gamestöðin með Skífunni í verslunarrými Smáralindar en síðar hætti Skífan og Gamestöðin tók við öllu verslunarplássinu.

Gamestöðin mun halda áfram í Kringlunni en verður með rýmingarsölu í verslun sinni í Smáralind.

Hér má lesa tilkynningu Gamestöðvarinnar í heild sinni:

Núna er komið að því að Gamestöðin mun kveðja Smáralindina – þann 24. júlí nánar tiltekið – og verður því útibúið í Kringlunni eitt eftir. Við höfum opnað aftur fyrir leikjaskil í báðum búðum, en verðlækkunin heldur sér á öllum vörum þar til Smárabúðin lokar dyrum sínum næstkomandi sunnudagskvöld. Þetta hefur verið gaman og stendur Gamestöðin í þökkum við Smáralindina fyrir frábært búðarpláss og eru góð þrjú ár að baki. Takk fyrir okkur.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑