Final Fantasy leikirnir eiga sér langa sögu. Liðin eru sirka 29 ár frá því að fyrsti Final Fantasy leikurinn leit dagsins ljós en hann var gefinn út árið 1987 á gömlu gráu NES leikjatölvuna. Leikirnir urðu fljótt vinsælir og með tímanum náðu hönnuðir Final Fantasy leikjanna að búa til vel heppnaða RPG-formúlu. Þetta hafa þeir náð að gera með samblöndu af sterkri sögu, eftirminnilegum persónum, opnum heimi og bardagakerfi sem býður uppá marga möguleika. Undanfarinn áratug hefur Final Fantasy gengið í gegnum ákveðið þroskaskeið þar sem leikjaserían hefur fært sig frá hægum bardögum þar sem spilarinn og óvinir skiptast á…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Tölvunördasafnið verður með sýna fyrstu sýningu á UTmessunni í ár, en þar geta gestir skoðað og prófað gamla tölvuleiki og leikjatölvur. Á heimasíðu UTmessunnar stendur: „hægt verður að prufa gamlar leikjatölvur á staðnum, allt frá gamlar pong vélar […] einnig verða Nintendo NES, SNES, Sinclair, Commodore, Atari og margar aðrar tölvur. Einnig verða gamlir munir sýndir í sýningarskápum sem teljast til sjaldgæfra fjársjóða og tengjast sögu tölvuleikja. Á svæðinu verða svo sérfræðingar til svara spurningum áhugasamra sem og einnig að sýna hvernig má nota nútíma tækni í eldri leikjavélum.“ Yngvi Þór Jóhannsson hefur verið að safna gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum…
Undanfarna daga hafa íslenskar verslanir auglýst PlayStation VR á lækkuðu verði. PlayStation VR eru sýndarveruleikagleraugu fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna sem komu á markað í október á seinasta ári. Frá því að græjan lenti í íslenskum verslunum hefur hefðbundið verð verið í kringum 65-70.000 kr. og hefur það verð haldist nokkuð stöðugt síðan þá. Nú um áramótin lækkuðu tollar á sjónvörpum, leikföngum, spilum, húsgögnum og fleiri vörum – þar á meðal leikjatölvum og PlayStation VR. Nú seljast sýndarveruleikagleraugun á u.þ.b. 53.000 kr, sem er lækkun uppá samtals 17.000 kr. Með þessari verðlækkun færist verðið mun nær því sem tíðkast erlendis, til…
Óhætt er að fullyrða að stór hópur tölvuleikjaspilara hefur beðið lengi með mikilli eftirvæntingu eftir útgáfu The Last Guardian. Leikurinn á sér óvenju langa sögu en hann var í þróun allt frá árinu 2007 og í gegnum árin var útgáfudeginum ítrekað seinkað – sumir voru jafnvel farnir að efast um að leikurinn yrði nokkurntímann gefinn út. En loksins, heilum níu árum síðar, er leikurinn kominn í búðir og spurning hvernig þessi langi gerjunartími hefur farið með leikinn. Þeir leikjanördar sem hafa verið að fylgjast með The Last Guardian undanfarin ár vita að hér er ekki hefðbundinn AAA tölvuleikur á ferðinni,…
Á morgun, laugardagunn 19. nóvember, verður norræni leikjadagurinn Nordic Game Day haldinn hátíðlegur á Norðurlöndunum. Á deginum veita bókasöfn (og aðrar stofnanir) spilum og tölvuleikjum sérstaka athygli með því að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Á Íslandi taka 10 bókasöfn þátt í Nordic Game Day í ár og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Samtals hafa yfir 200 viðburðir verið skráðir í tengslum við Nordic Game Day og má finna yfirlitskort yfir alla viðburði hér á heimasíðu Nordic Game Day. Lista yfir íslensk söfn sem taka þátt í ár má finna neðst í þessari færslu. Borgarbókasafnið verður með fjölbreytta…
Þá er komið að því að taka upp byssuna og skella sér í mafíu-gírinn! Í Mafia 3 fer spilarinn í hlutverk Lincoln Clay sem er nýlega kominn heim eftir að hafa gengt herþjónustu í Víetnamstríðinu. Stuttu eftir heimkomu hans til Bandaríkjanna eru hans nánustu myrtir af glæpagengi í borginni New Bordeaux og snýst leikurinn um hefnd Lincoln Clay og þá leið sem hann fer til að reyna að brjóta glæpaklíkuna niður alveg frá grunni upp til æðstu foringja. Eitt það áhugaverðasta við söguþráðinn er að fá tækifæri til að upplifa það tímabil sem leikurinn gerist á, eða lok sjöunda áratugarins.…
Fimm leikjahönnuðir frá Íslandi tóku þátt í GBJAM leikjadjamminu í ár með jafn marga leiki. Þetta eru leikirnir Pongpongpongpong eftir Jóhannes G. Þorsteinsson, Wild Goose Chase eftir Skúla Óskarsson, Void-Dogs eftir Charles Palmer, Let’s Make Games eftir Jóhannes Sigurðsson og Hell-Bent eftir Torfa Ásgeirsson. Game Jam, eða leikjadjamm á óformlegri íslensku, er viðburður þar sem áhugafólk og fagfólk á sviði tölvuleikjahönnunar keppist við að búa til nýja tölvuleiki á mjög stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða völdu þema. Á GBJAM er Game Boy þema og þurftu leikirnir í ár að uppfylla fjögur skilyrði: Leikurinn verður að…
Á blaðamannafundi Google fyrr í kvöld kynnti fyrirtækið fjölmargar nýjungar – þar á meðal Google snjallsíma (Pixel og Pixel XL) og sýndarveruleikabúnaðinn Daydream sem tengist símanum. Samhliða þessum tilkynnti Google og CCP að VR-leikurinn Gunjack 2: End of Shift frá íslenska leikjafyrirtækni CCP væri væntanlegur á Daydream. Í fréttatilkynningu sem CCP sendi frá sér segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, að það hafi verið stórkostleg reynsla að vinna með Google teyminu og að útgáfa Gunjack 2 undirstrikar þá skuldbindingu sem fyrirtækið hefur sett sér á sviði VR í tölvuleikjum og afþreyingu. STIKLA FYRIR GUNJACK 2 KYNNING Á GOOGLE DAYDREAM KYNNING Á…
Slush PLAY ráðstefnan var haldin í annað sinn í Austurbæ dagana 29. og 30. september. Líkt og árið áður var fókusað á sýndarveruleika (VR) og tölvuleiki í víðum skilningi í þéttri dagskrá þar sem fagfólk m.a. frá King, CCP, Sólfar, Valve og Crytek, tóku til máls, miðluðu sinni reynslu og spáðu í fortíð, nútíð og framtíð sýndarveruleika. Spennandi tímar framundan á sviði VR Það má segja að árið 2016 sé fyrsta ár VR byltingarinnar þar sem fyrstu öflugu VR-gleraugun koma á markað á þessu ár; Oculus Rift (sem Facebook keypti á tvo milljarða Bandaríkjadali árið 2014), HTC Vive og PlayStation VR frá…
Hvað gerist þegar þú blandar saman karíókí og tölvuleikjanördisma? Svarið er Marioke! Í Marioke hefur útvarpsteymið One Life Left breytt textum við vel þekkta slagara þannig að þeir tengjast tölvuleikjum. Til dæmis verður Total Eclipse of the Heart að Total Eclipse Of The (Mario) Kart, Common People með Pulp verður að Console People og Hey Ya! með OutKast verður að SE-GA! One Life Left byrjaði með Marioke í kringum árið 2011 og hafa síðan þá haldið Marioke kvöld reglulega á The Loading Bar í London. Þetta eru ekki hefðbundnir tónleikar hjá One Life Left, heldur eins konar hóp-karíókí þar sem…