Kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures birti nýtt myndband í tengslum við kvikmyndina Mortal Engines á YouTube-rás sinni í gær. Myndin lofar mjög góðu út frá sýnishorninu að dæma og stefnir allt í flotta stórmynd. Spennandi verður að fylgjast svo með því hvort myndin eigi eftir standast væntingar þegar hún kemur í kvikmyndahús þann 14. desember næstkomandi. Mortal Engines er byggð á samnefndri bók frá 2001 eftir Philip Reeve og er fyrsta bókin af fjórum í þessari gufupönk bókaseríu. Í myndbandinu sem birt var í gær er meðal annars rætt við leikstjórann Peter Jackson og íslensku leikkonuna Heru Hilmarsdóttur sem fer með stórt hlutverk…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Game Makers Iceland, grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, stendur fyrir hittingi á Bryggjunni í kvöld kl. 19:00. Þar geta áhugasamir prófað leiki sem voru búnir til í tengslum við Summer Jam leikjadjammið sem var á vegum Game Makers dagana 1. – 17. júní. Þar fengu þátttakenndur u.þ.b. hálfan mánuð til að búa til leiki sem tengdust speglun (reflection), sem var þema leikjadjammsins þessu sinni. Gestir fá svo að kjósa um sinn uppáhaldsleik og hljóta þrjú efstu sætin sérstök verðlaun. Viðburðurinn er opinn öllum og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta! Skoða viðburð á Facebook.
Leikurinn Out of the Loop eftir íslenska leikjafyrirtækið Tasty Rook kom út í dag, fimmtudaginn 14. júní. Tasty Rook samanstendur af Torfa Ásgeirssyni og Sigursteini J Gunnarssyni, þeim sömu og færðu okkur Triple Agent. Out of the Loop er annar leikur fyrirtækisins á innan við ári og, líkt og fyrirrennarinn, er stafrænn partíleikur fyrir 3-9 til að spila saman. Leikurinn, sem er líka á íslensku, ætti að vera landsmönnum að skapi enda líkist hann mörgum af þeim frábæru partíleikjum sem þeir spila um jól og í sumarbússtaðnum. Leikurinn spilast í gegnum einn síma, kennir sig sjálfur og hver umferð tekur…
Takmarkað af nýju efni var kynnt til sögunnar á E3-kynningu Sony þetta árið. Það má segja að hápunktar kynningarinnar hafi verið sýnishornin úr The Last of Us Part II og svo Death Stranding. Það er japanski leikjahönnuðurinn Hideo Kojima og stúdíóið hans, Kojima Productions, sem vinna að gerð leiksins en Hideo Kojima er hvað þekktast fyrir aðskomu sína að Metal Gear seríunni. Í nýja sýnishorninu sem sýnt var á E3 sjáum við aðalpersónu leiksins, sem Norman Reedus leikur, ráfa um svæði sem minnir óneitanlega á íslenska náttúru… Allt frá upphafi hefur Death Stranding vakið mikinn áhuga í leikjasamfélaginu þó svo…
Heldur fáar nýjar kynningar komu fram á E3-kynningu Sony þetta árið og má segja að kynningin þeirra hafi verið heldur slöpp ef miðað er við þann metnað sem fyrirtækið hefur sýnt undanfarin ár. Á kynningu fyrirtækisins var meðal annars sýnd kitla fyrir Control, nýjan sæfæ-leik frá Remedy leikjafyrirtækinu en Remedy er fyrirtækið á bakvið Quantum Break og Alan Wake tölvuleikina. Kitlan segir okkur ekki ýkja mikið. Við sjáum þó að kvenhetja fer með aðalhlutverkið í þessum leik og að hún sé vopnuð byssu sem er gædd þeim eiginleikum að geta breytt um form. Sömuleiðis virðist aðalhetjan getað notað sérstaka krafta…
Því miður fylgdi enginn útgáfudagur með sýnishorninu… Sony hóf E3 kynningu sína þetta árið með því að sýna langt brot úr The Last of Us Part II. Í myndbrotinu er sögu og spilun tvinnað saman. Leikurinn virðist ætla að bjóða upp á fjölbreytta upplifun þar sem hasar, stealh-spilun og tilfinningarík saga myndar áhugaverða og spennandi útkomu. Því miður fylgdi enginn útgáfudagur með sýnishorninu svo enn er óvíst hvenær leikurinn er væntanlegur í verslanir, mögulega þurfum við að bíða til ársins 2020. Ghosts of Thushima er hack-n-slash leikur sem býður upp á margt fyrir augað út frá sýnishorninu að dæmi. Í…
Jo-Mei Games leikjafyrirtækið kynnti leikinn Sea of Solitude, eða SOS, á E3 kynningu EA Games. Hugmyndin byggir á tilfinningaríkum grunni þar sem einsemd og einmannaleiki spilar stórt hlutverk. Leikjahönnuðir leiksins virðast hafa sótt mikinn innblástur af persónulegri reynslum og tengt við það hvernig einmannaleikinn getur haft áhrif á mannveruna. Í leiknum stjórnar spilarinn ungri konu sem finnur fyrir mikilli einsemd, reiði og fánýti. Markmiðið í leiknum er að ná að koma jafnvægi á tilfinningar konunnar, sem hefur breyst í einhverskonar skrímsli. Leikurinn er væntanlegur snemma árs 2019.
Command & Conquer herkænskuleikirnir nutu mikilla vinsælda um seinustu aldamót en lítið hefur verið að frétta af seríunni síðastliðin ár. EA Games tilkynnti á E3 tölvuleikjasýningunni að nýr Command & Conquer leikur væntanlegur á snjalltæki og hefur leikurinn fengið nafnið Command & Conquer Rivals. Leikurinn er hraður og frekar einfaldur í spilun… Í leiknum berjast tveir spilarar um yfirráðasvæði í rauntíma. Hver leikur tekur aðeins nokkrar mínútur og er hannaður með snjalltækin í huga. Báðir leikmenn eru með eina bækistöð sem andstæðingurinn reynir að eyðileggja sem fyrst. Sá spilari sem nær að halda fleiri yfirráðasvæðum á kortinu áður en tíminn…
Unravel Two var kynntur á EA kynningu E3 í dag. Ekki nóg með það, heldur var um leið tilkynnt að leikurinn væri fullkláraður og hægt væri að nálgast leikinn nú þegar á PlayStation 4, Xbox One og PC. Um er að ræða þrautaleikur frá sænska indí leikjafyrirtækinu Coldwood Interactive. Fyrri Unravel leikurinn var gefinn út árið 2016 og í honum stjórnar spilarinn hinum ofur krúttlega Yarny sem er búinn til úr garni og þarf að ferðast á milli staða í náttúrunni og elta minningar. Leikurinn heillaði okkur nördana gjörsamlega upp úr skónum og fékk 4,5 stjörnur af 5 mögulegum í…
Gaman var að sjá Sigurlínu (Lína) Ingvarsdóttur, framleiðanda (senior producer) FIFA fótboltaleikjaseríunnar, enda FIFA kynningu kvöldsins með orðunum „Áfram Ísland!“ Let’s all enjoy the World Cup. Thank you and, ÁFRAM ÍSLAND! Lína sá um FIFA kynninguna á E3 í ár ásamt framleiðandanum Aaron McHardy. Í FIFA kynningunni var meðal annars sýnd stikla úr næsta FIFA leik, FIFA 19, sem er væntanlegur í verslanir þann 28. september næstkomandi og tilkynnti Lína að hægt verði að velja UEFA meistaradeildina í FIFA 19 þar sem lið geta barist um UEFA bikarinn fræga. Sömuleiðis var fjallað um FIFA 18 HM viðbótina, en í þeirri…