Fréttir

Birt þann 16. desember, 2018 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Tölvuleikjaspilarar safna fyrir Kvennaathvarfið

Stjórnendur hópsins Tölvuleikir – Spjall fyrir alla á Facebook hafa hleypt af stað söfnun til styrktar Kvennaathvarfsins. Söfnunin hófst fyrir um viku síðan og lýkur á miðnætti sunnudaginn 16. desember mánudaginn 17. desember. Stjórnendahópur Tölvuleikir – Spjall fyrir alla höfðu samband við Kvennaathvarfið og fengu upplýsingar um að yfir 100 börn dvelja hjá athvarfinu ár hvert og skortur sé á afþreyingu fyrir þessi börn. Í framhaldinu var ákveðið að safna fyrir leikjatölvum og tölvuleikjum til að gefa Kvennaathvarfinu.

Upp eru strax komin plön um að gera þetta að árlegum viðburði og stofna jafnvel samtök í kringum þetta í anda Child’s Play.

Viðbrögðin hafa verið mjög góð, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum, að sögn Brynjólfs Erlingssonar, stofnanda Facebook-hópsins. „Við fengum þær upplýsingar að það vantar afþreyingu fyrir þessa krakka og ákváðum því að það væri sniðugast að kaupa Nintendo Switch. Ástæðan væri gott leikjaúrval af leikjum sem eldast vel, létt að búa til nýa notendur á vélinni og svo þarf ekki alltaf sjónvarp. Eins og staðan er núna þá erum við búin að sprengja öll „stretch goal“ fyrir söfnunina og allt lítur út fyrir að við náum að gefa tvær Nintendo Switch með fullt af aukahlutum og um tíu leikjum, Super Nintendo mini og 43″ sjónvarp ásamt gjafabréfi til að kaupa meira. Þetta er langt umfram væntingar og vil ég sérstaklega þakka Raw Fury, CCP og Elko ásamt öllum einstaklingum sem hafa verið með. Upp eru strax komin plön um að gera þetta að árlegum viðburði og stofna jafnvel samtök í kringum þetta í anda Child’s Play.


Tengt efni: Stofnaði nýjan tölvuleikjahóp – Blöskrar umræðan í tölvuleikjanetsamfélögum á Íslandi


Íslendingar sem starfa innan tölvuleikjageirans hafa meðal annars styrkt fjáröflunina með gjafakóðum í happdrætti, en allir sem styrkja málefnið um 1.000 krónur eða meira fara sjálfkrafa í happdrættispottinn. Gefnir verða stafrænir gjafakóðar sem gilda fyrir leikina Mutant Year Zero: Road to Eden, Kingdom: Two Crowns, Bad North, Battlefield V, Sumer, Out of the Loop og Triple Agent.

Við hjá Nörd Norðursins hvetjum íslenska tölvuleikjaspilarar nær og fjær til að láta gott af sér leiða og styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni til Kvennaathvarfsins geta millifært upphæð að eigin val inn á eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 0370-13-004676
Kennitala: 171177-4649

Söfnunni lýkur á miðnætti sunnudaginn 16. desember mánudaginn 17. desember.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑