Author: Bjarki Þór Jónsson

Það fór eflaust ekki framhjá neinum að í gær var 1. apríl og fjölmargir sem lögðu metnað í að bulla aðeins í fólkinu í kringum sig í þeirri von um að ná að gabba það. Hér eru nokkur góð aprílgöbb sem fengu okkur til að hlægja. Google kynnir Screen Cleaner Nýtt app sem hreinsar símaskjáinn á nóinu. Google skilur túlipana Hvað ætli túlípanar séu að hugsa? Google veit! Elko aðstoðar með tölvuleikjaspilun Leigðu þér leikjasérfræðing sem hjálpar þér í gegnum leikina Klikkaðar kanínur taka yfir For Honor Rabbids kanínurnar gerðu allt brjálað í For Honor! Kingdom í sýndarveruleika Ekki er…

Lesa meira

RÚV í samsstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands fer af stað með fyrsta sjónvarpaða rafíþróttamótið á Íslandi. Keppt verður í fótboltatölvuleiknum FIFA og geta allir áhugasamir skráð sig til leiks en skráningu lýkur í dag, sunnudaginn 17. mars. Undankeppni mótsins fer fram á netinu dagana 20. – 27. mars sem endar með því að fjórir spilarar standa eftir og keppa í úrslitum á RÚV í beinni útsendingu laugardaginn 6. apríl. Skráning fer fram á https://fifa.rafithrottir.is og er þátttökugjald 1.000 kr.

Lesa meira

Í gær var fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Nörd í Reykjavík sýndur á RÚV og lofar fyrsti þátturinn góðri seríu. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudagskvöldum á RÚV kl. 20 þar sem Dóri DNA mun kynna sér valin þemu úr hinum íslenska nördaheimi. Í fyrsta þættinum var LARP, eða kvikspuni eins og það kallast á íslensku, til umfjöllunar og rætt við þá sem þekkja þann heim vel hér á landi. En um hvað verður fjallað í næstu þáttum? Hér fyrir neðan er að finna efnisyfirlit yfir alla fimm þættina sem sýndir verða á komandi vikum. þáttur (14. mars) – LARP (horfa…

Lesa meira

RÚV mun frumsýna Nörd í Reykjavík, nýja íslenska þáttaröð þar sem Dóri DNA mun dýfa tánum í hinn undurfagra töfraheim íslenskrar nördamenningu. Fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV í kvöld, fimmtudaginn 14. mars, kl. 20:00. Þættirnir verða í framhaldinu á dagskrá á sama tíma vikulega næstu fimm vikurnar. Í fyrsta þætti mun Dóri kynna sér LARP menninguna, en auk þess mun hann kynna sér cosplay, Miðgarð nördaráðstefnuna, rafíþróttir og fleira í komandi þáttum Hægt er að sjá brot úr fyrsta þætti Nörd í Reykjavík hér á RUV.is. Mynd: Skjáskot úr fyrsta þætti

Lesa meira

Origo bauð upp á umræður um rafíþróttir í dag í tengslum við UTmessuna sem hefst formlega á morgun. Áður en umræður hófust kynnti Gallup nýjar tölur varðandi tölvuleikjaspilun Íslendinga, en þetta er í fyrsta sinn sem slík könnun hefur verið lögð fram með formlegun hætti og því ekki hægt að bera þessar nýju tölur með beinum hætti við niðurstöður eldri kannana. Niðurstöður Gallup sýna að 66% Íslendinga sem hafa náð 18 ára aldri spila tölvuleiki, en 41% Íslendinga á sama aldri spila tölvuleiki reglulega, það er að segja einu sinni í viku eða oftar. Hér fyrir neðan er að finna…

Lesa meira

Brynjólfur Erlingsson stofnaði Facebook-hópinn Tölvuleikir – Spjall fyrir alla fyrir um þremur vikum síðan og telur Facebook-hópurinn um 560 meðlimi í dag. Um þessar mundir stendur hópurinn fyrir styrktarsöfnun fyrir Kvennaathvarfið. Til eru nokkrir íslenskir tölvuleikjaumræðuhópar á Facebook og spurðum við Brynjólf hvað varð eiginlega til þess að hann ákvað að stofna þennan nýja hóp? „Ég stofnaði hópinn einn en hafði fengið áskoranir frá fólki sem ég þekki í leikjaiðnaðinum. Ég ræddi við nokkra vini og ákvað að líklega væri best að bíða ekki eftir því að einhver annar gerði þetta og hella mér bara út í þetta sjálfur. Ég er…

Lesa meira

Stjórnendur hópsins Tölvuleikir – Spjall fyrir alla á Facebook hafa hleypt af stað söfnun til styrktar Kvennaathvarfsins. Söfnunin hófst fyrir um viku síðan og lýkur á miðnætti sunnudaginn 16. desember mánudaginn 17. desember. Stjórnendahópur Tölvuleikir – Spjall fyrir alla höfðu samband við Kvennaathvarfið og fengu upplýsingar um að yfir 100 börn dvelja hjá athvarfinu ár hvert og skortur sé á afþreyingu fyrir þessi börn. Í framhaldinu var ákveðið að safna fyrir leikjatölvum og tölvuleikjum til að gefa Kvennaathvarfinu. Upp eru strax komin plön um að gera þetta að árlegum viðburði og stofna jafnvel samtök í kringum þetta í anda Child’s…

Lesa meira

Emil Hjörvar Petersen rithöfundur stofnaði áhugaverðan þráð á Tölvuleikjasamfélaginu á Facebook fyrr á þessu ári þar sem hann leggur til að notaðir séu íslenskar þýðingar á titlum tölvuleikja. Þráðurinn náði miklum vinsældu hefur tölvuleikjasamfélagið komið með fjöldann allan af skemmtilegun þýðingum á þekktum tölvuleikjatitlum. Emil Hjörvar leggur til meðal annars til að Elder Scrolls verði héðan í frá betur þekkt sem Öldungabókrollur á íslensku, Far Cry fær þýðinguna Óp í fjarska og Grand Theft Auto fær heitið Stófenglegur bifreiðaþjófnaður. Lítum á nokkur fleiri skemmtileg dæmi úr þessum umræðuþræði. Við hvetjum svo skapandi lesendum til að deila með okkur skemmtilegum þýðingum á…

Lesa meira

Leikjasamfélagið Game Makers Iceland stendur fyrir röð kynninga á íslenskum leikjafyrirtækjum. Að þessu sinni munu leikjafyrirtækin Myrkur Games og Aldin kynna starfsemi sína og verkefni. Kynningarnar hefjast kl. 19:00 í kvöld, þann 19. september, í Innovation House (Eiðistorgi) og eru opnar öllum sem hafa áhuga á því að kynnast íslensku leikjasenunni betur. Halldór S. Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Myrkur Games mun fjalla um The Darken, sem er ný leikjasería sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. Fyrirtækið hefur meðal annars fjárfest í motion capture búnaði sem verður notaður við gerð leiksins. Í leiknum The Darken fer spilarinn með hlutverk hetjunnar…

Lesa meira

Midgard er fyrsta íslenska ráðstefnan í anda Comic-Con þar sem nördar koma saman víðsvegar að til að hlusta á fyrirlestra, hitta persónur úr nördaheiminum, klæða sig upp í cosplay-búninga, spila og hitta annað fólk með svipuð áhugamál. Á morgun hefst Midgard ráðstefnan í Laugardalshöll og stendur yfir alla helgina. Midgard er fyrsta íslenska ráðstefnan í anda Comic-Con þar sem nördar koma saman víðsvegar að til að hlusta á fyrirlestra, hitta persónur úr nördaheiminum, klæða sig upp í cosplay-búninga, spila og hitta annað fólk með svipuð áhugamál. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Hægt verður að fylgjast með víkingabardaga, taka þátt í…

Lesa meira