Forsala á PlayStation 5 fór gríðarlega vel af stað hér á landi og seldist fyrsta sending af leikjatölvunni upp á aðeins örfáaum klukkutímum. „Staðfest magn í fyrstu sendingu af PS5 er uppselt já, eftir eina stærstu forsölu sem ég höfum nokkurn tíman séð“ segir Arnór, starfsmaður Tölvuteks. Hægt er að velja á milli tveggja útgáfa af PlayStation 5, annars vegar er útgáfa með 4K UHD Blu-Ray drive diskadrifi og önnur sem er án diskadrifsins. Gamestöðin, Tölvutek, Vodafone og Elko eru meðal fyrirtækja sem buðu upp á forsölu þar sem áhugasamir gátu forpantað eintak gegn því að ganga frá fullri greiðslu…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Vader Immortal er sýndarveruleikaleikur frá árinu 2019 sem byggir á Star Wars söguheiminum fræga. Upphaflega var leikurinn eingöngu gefinn út fyrir Oculus sýndarveruleikabúnaðinn en í ágúst síðastliðnum var hann einnig gerður aðgengilegur fyrir PlayStation VR og miðast þessi gagnrýni við síðarnefndu útgáfuna. Magnaður heimur Leikurinn gerist að mestu í virki Svarthöfða þar sem Svarthöfði er með plön til að ná yfirráðum yfir vetrarbrautinni og heldur spilarinn á lyklinum sem getur frelsað vetrarbrautina – eða tortímt henni. Eftir að hafa tengst sýndarveruleikabúnaðinum og kveikt á leiknum er óhætt að fullyrða að leikurinn nær fljótt að heilla. Þrátt fyrir að PlayStation VR…
Þrautaleikurinn Superliminal, frá bandaríska indístúdíóinu Pillow Castle, var fyrst gefinn út í nóvember í fyrra og þá eingöngu fyrir PC. Í júlí fékk leikurinn svo uppfærslu fyrir leikjatölvur og var gefinn út fyrir PlayStation 4, Xbox One og Nintendo Switch. Superliminal var um sex ár í framleiðslu og er jafnframt fyrsti fullkláraði leikur fyrirtækisins. Í leiknum stjórnar spilarinn ónefndri persónu sem er þátttakandi í draumameðferð Dr. Glenn Pierce. Snemma í leiknum kemur í ljóst að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis og festist persónan þín í furðulegum draumaheimi þar sem lögmál raunveruleikans eru ekki algild. Sem dæmi getur þú stækkað og…
Gamestöðin, Elko, Tölvutek og Vodafone hafa opnað fyrir forpantanir á næstu kynslóð leikjatölvu frá Sony; PlayStation 5. Tvær útgáfur eru í boði og er algengt verð fyrir diskalausu útgáfuna hér á landi er 79.999 kr en fyrir diskaútgáfuna 99.999 kr. (ekki langt frá giskinu okkar í Leikjavarpinu!) Svipað verð er milli allra áðurnefnda verslana en þegar þessi frétt er skrifuð er Gamestöðin að bjóða hagstæðasta verðið fyrir diskaútgáfuna þar sem hún kostar 96.999 kr. í forsölu. Aðeins munar örfáum krónum milli verslana á diskalausu útgáfunni. Sony hélt kynningu í gær þar sem verð og útgáfudagur á PlayStation 5 var kynnt…
Óvíst er hvort Xbox Series S eða Xbox Series X verði fáanlegar á Íslandi strax á útgáfudegi. Þegar haft var samband við Gamestöðina fengust þau svör að unnið væri hörðum höndum að fá tölvurnar sem allra fyrst hingað til lands. Ekkert verð hefur fengist uppgefið frá íslenskum verslunum en álagning á leikjatölvur hefur verið mismikil hér á landi eins og sést til dæmis á verðmuni leikjatölva á Íslandi og erlendis og þegar samkeppni er milli verslana líkt og gerðist með PlayStation Pro. Útreikningar sýna að gera megi ráð fyrir að Xbox Series S muni kosta á bilinu 65 til 75…
Tæknirisarnir Microsoft og Sony hafa verið í einskonar störukeppni undanfarna mánuði þar sem bæði fyrirtækin hafa tilkynnt að þau muni gefa út næstu kynslóð leikjatölvu fyrir næstu árslok, án þess þó að hafa gefið upp staðfestan útgáfudag eða verð. Microsoft leysti frá skjóðunni í vikunni þar sem fyrirtækið tilkynnti að tvær nýjar Xbox leikjatölvur, Xbox Series S og Xbox Series X, eru væntanlegar í verslanir þann 10. nóvember næstkomandi. Tæknilegur og útlitslegur munur er á útgáfunum. Xbox Series S er smá í sniðum og er hvít á litin. Tölvan inniheldur 512 gb harðan disk, ekkert diskadrif og styður 1440p upplausn…
Þriðju persónu hasar- og ævintýraleikurinn Ghost of Tsushima frá leikjafyrirtækinu Sucker Punch Productions kom í verslanir 17. júlí síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur (exclusive) á PlayStation 4. Útgáfudegi leiksins var frestað um nokkrar vikur sökum COVID-19 en fyrir heimsfaraldurinn var staðfestur útgáfudagur 26. júní (sjá nánar á PlayStation.Blog). Sucker Punch Productions er bandarískt leikjafyrirtæki og er þekkt fyrir Infamous-leikina ásamt fyrstu leikjunum með lævísa þvottabirninum Sly Cooper. Í Ghost of Tsushima stjórnar spilarinn samúræjanum Jin Sakai. á 13. öld. Á japönsku eyjunni Tsushima ríkir ófriður þar sem Mongólar hafa ráðist til atlögu og fara með berserksgang um landið, ræna og…
Í seinustu viku hélt Microsoft sérstaka Xbox leikjakynningu á netinu. Á kynningunni voru ný sýnishorn birt úr væntanlegum leikjum á Xbox Series X, nýjustu leikjatölvu Microsofts sem kemur í verslanir fyrir árslok. Í sömu kynningu tilkynnti tölvuleikjafyrirtækið Ninja Theory að sögusvið næsta Hellblade-leiks væri Ísland. Hér fyrir neðan er að finna rjómann af þeim sýnishornum sem sýnd voru á kynningunni sem fram fór 23. júlí síðastliðinn. Hægt er að finna lista yfir alla þá leiki sem voru kynntir voru neðst í þessari færslu. Í seinasta mánuði kynnti Sony PlayStation 5 leikjatölvuna og væntanlega PS5 leiki og er hægt að skoða…
Bjarki hefur verið að spila samúræ-leikinn Ghost of Tsushima undanfarna daga. Í þessu myndbandi fer hann yfir sín fyrstu hughrif og segir stuttlega frá leiknum (án spilla). Leikurinn gerist á 13. öld á japönsku eyjunni Tsushima þar sem Mongólar sækjast eftir auknum völdum.
Tölvuleikurinn Hellblade II mun gerast á Íslandi. Þetta kom fram í tilkynningu í dag frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory sem þróar og framleiðir leikinn. Ekki er langt síðan að íslensk náttúra fékk að njóta sín í stórleik en leikjaheimurinn í Death Stranding sækir meðal annars innblástur frá íslenskri náttúru. … einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland … Leikjahönnuðurinn Tameem Antoniades sem er jafnframt einn af stofnendum Ninja Theory segist fyrst hafa fengið hugmynd um að gera framhald af Hellblade eftir að hafa heimsótt Ísland og upplifað…