Fréttir

Birt þann 29. október, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Stórbrotin útgáfustikla PlayStation 5

Í gær birti Sony nýja útgáfustiklu á YouTube fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna sem væntanleg er í verslanir um miðjan næsta mánuð. Í stiklunni heyrum við í bandaríska rapparanum Travis Scott flytja stutta ræðu um að við þráum öll sem manneskjur nýjar upplifanir og nýjunga. Myndbandið endar með einkunnarorðunum Play Has No Limits, eða leikur hefur engin mörk.

Sony kynnti í upphafi vikunnar að Travis Scott væri nýr samstarfsaðili PlayStation og að fyrirtækið myndi starfa með honum og Cactus Jack við framleiðslu á nýjum verkefna í framtíðinni.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑