Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr hélt sérstaka Psychonauts 2 nettónleika í samstarfi við Xbox Game Pass og Psychonauts 2. Á YouTube-rás Xbox þakkar Daði samstarfsaðilum sérstaklega fyrir traustið sem þeir hafi sýnt honum. Nettónleikana er hægt að horfa á YouTube-rás Xbox sem er í dag með yfir 4,7 milljónir áskrifenda. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 26.000 notendur horft á tónleikana á YouTube. Yfirskrift tónleikanna er Take a musical tour of Daði Freyr’s brain þar sem Daði flakkar á milli staða í heilabúinu síni, þar á meðal þar sem sorgin býr og þar sem öll uppáhalds dýr Daða búa,…
Listamaðurinn Juan Pictures lauk nýlega við að mála vegg með metnaðarfullu tölvuleikja- og kvikmyndaþema. Á veggnum finnum við hinn vígalega Kratos úr God of War, Venom úr ofurhetjuheimi Marvel, Scorpion og Sub-Zero úr Mortal Kombat, Dragon God úr Demon’s Souls, Jin Sakai úr Ghost of Tsushima, Doom Slayer úr Doom Eternal og síðast en ekki síst illmennið Svarthöfða úr Star Wars. Juan Pictures hefur áður ratað í fjölmiðla meðal annars fyrir að hafa gætt Vesturbæ lífi með því að myndskreyta vegg á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar með sérhönnuðu íslensku borði úr gamla góða Mario Bros. tölvuleiknum (mbl.is). Þess má geta…
Við hjá Nörd Norðursins fengum að kíkja í heimsókn til Arena, sem hefur markaðssett sig sem „þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi“. Arena leggur ríka áherslu á rafíþróttir en staðurinn hefur upp á margt annað að bjóða, þar á meðal veitingastað, VIP herbergi og PS5-leikjasvæði í samtals 1100 fermetra rými. Veitingastaðurinn Bytes með pizzur og Switch Staðurinn sækir innblástur til gömlu góðu tölvuleikjanna og verður hægt að grípa í Nintendo Switch og spila leiki á borð við Mario Kart á meðan beðið er eftir matnum. Arena er í Turninum í Kópavogi (þar sem Pier var áður fyrr). Þegar gengið er inn tekur…
Samkvæmt myndbandi sem Austin Evans birti á YouTube-rás sinni hefur viftunni í PlayStation 5 tölvunni verið breytt í nýrri útgáfu af tölvunni, auk þess sem varmasvelgurinn (heat sink) er töluvert minni. Hitamæling sýnir að þegar kveikt er á nýju PS5 útgáfunni þá mælist hún almennt um 3-5 gráðu heitari en upprunalega útgáfan. Mögulega breytir þetta ekki miklu en einhverjir óttast að hitinn sé nægur til að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið. Nýjasta módelið virðist ekki vera komið í almenna dreifingu nema á völdum stöðum en gert er ráð fyrir því að nýja módelið taki við af því…
Mandalorian sást á dögunum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var sjálfur Din Djarin líkt og sést á brynju hans og vopni. Þetta staðfestir 501st Legion á Íslandi í samtali við Nörd Norðursins en þeir eru hluti af The 501st Legion, alþjóðlegum Star Wars samtökum sem klæðast nákvæmum eftirlíkingum af búningum illmennanna í Star Wars myndunum. 501st Legion leggur sitt af mörkum til að gleðja aðra og láta gott af sér leiða og þar af leiðandi ekkert að óttast og engin SMS væntanleg frá Almannavörnum. Við fengum leyfi frá hópnum til að birta umræddar…
GameTíví hefstí kvöld eftir gott sumarfrí. Dagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari en nú en fjórir nýir þættir verða sendir út í hverri viku. Áhersla er lögð á að streyma leikjum þar sem GameTíví hópurinn mun streyma á mánudögum, Queenz (sem samanstendur af DiamondMynXx og VölluPjöllu) mun streyma á þriðjudögum, Babe Patrol streymir á miðvikudögum og á sunnudögum mæta Benni og félagar til leiks. Hægt verður að fylgjast með á Twitch-rás GameTíví, Stöð 2 eSport og Vísi.is. Fyrsti þátturinn hefst í kvöld, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 20:00 þar sem hópurinn mun spila Machines Arena og spila í 5. leikjalotu…
Sony tók ekki þátt í E3 tölvuleikjaráðstefnunni í ár þar sem hefð er fyrir því að stærstu leikjafyrirtækin og leikjatölvuframleiðendurnir kynna það sem framundan er. Þessi ákvörðun Sony kom nokkuð mörgun á óvart þar sem PlayStation leikjatölvurnar frá fyrirtækinu hafa notið gríðarlegra vinsælda í gegnum árin ásamt fjölmörgum stórleikjum sem tengjast þeim. Fjallað var um þetta mál í 25. þætti Leikjavarpsins. Engar stórar fréttir eða tilkynningar komu frá Sony en hápunktur kynningarinnar var nýtt sýnishorn úr Deathloop… Sony hefur undanfarið haldið sérstakar State of Play kynningar á netinu þar sem Sony kynnir sitt efni sérstaklega fyrir áhorfendum og í kvöld…
Kínversk-íslenska leikjafyrirtækið Directive Games sendi frá sér nýtt sýnishorn í dag úr tölvuleiknum The Machines Arena. Directive Games var stofnað árið 2014 og eru höfuðstöðvar þess í Sjanghæ en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavogi og Kaliforníu. Atli Már Sveinsson, einn af upphafsmönnum CCP í Sjanghæ, er meðal stofnenda Directive Games ásamt fólki úr lykilstöðum hjá tæknirisum á borð við Ubisoft og EA. The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur. The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur. Spilarar fá að velja sína…
Í gær kynnti Nintendo uppfærða útgáfu af Nintendo Switch leikjatölvunni, Nintendo Switch OLED. Líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða OLED útgáfu af Nintendo Switch en OLED skjáir bjóða oftar en ekki upp á meiri litadýpt en hefðbundnir LCD skjáir, líkt og þeim sem finnst á upprunalega Nintendo Switch. Skjáupplausnin helst óbreytt í 1280×720 en skjárinn verður aðeins stærri í OLED útgáfunni, eða 7 tommur í stað 6,2 tommu skjá á upprunalega Nintendo Switch og 5,5 tommu á Nintendo Switch Lite. Auk uppfærslu á skjánum hefur hljóðið verið bætt í OLED útgáfunni og bakstandurinn verið breikkaður verulega.…