Author: Bjarki Þór Jónsson

Samkvæmt myndbandi sem Austin Evans birti á YouTube-rás sinni hefur viftunni í PlayStation 5 tölvunni verið breytt í nýrri útgáfu af tölvunni, auk þess sem varmasvelgurinn (heat sink) er töluvert minni. Hitamæling sýnir að þegar kveikt er á nýju PS5 útgáfunni þá mælist hún almennt um 3-5 gráðu heitari en upprunalega útgáfan. Mögulega breytir þetta ekki miklu en einhverjir óttast að hitinn sé nægur til að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið. Nýjasta módelið virðist ekki vera komið í almenna dreifingu nema á völdum stöðum en gert er ráð fyrir því að nýja módelið taki við af því…

Lesa meira

Mandalorian sást á dögunum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var sjálfur Din Djarin líkt og sést á brynju hans og vopni. Þetta staðfestir 501st Legion á Íslandi í samtali við Nörd Norðursins en þeir eru hluti af The 501st Legion, alþjóðlegum Star Wars samtökum sem klæðast ná­kvæmum eftir­líkingum af búningum ill­mennanna í Star Wars myndunum. 501st Legion leggur sitt af mörkum til að gleðja aðra og láta gott af sér leiða og þar af leiðandi ekkert að óttast og engin SMS væntanleg frá Almannavörnum. Við fengum leyfi frá hópnum til að birta umræddar…

Lesa meira

GameTíví hefstí kvöld eftir gott sumarfrí. Dagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari en nú en fjórir nýir þættir verða sendir út í hverri viku. Áhersla er lögð á að streyma leikjum þar sem GameTíví hópurinn mun streyma á mánudögum, Queenz (sem samanstendur af DiamondMynXx og VölluPjöllu) mun streyma á þriðjudögum, Babe Patrol streymir á miðvikudögum og á sunnudögum mæta Benni og félagar til leiks. Hægt verður að fylgjast með á Twitch-rás GameTíví, Stöð 2 eSport og Vísi.is. Fyrsti þátturinn hefst í kvöld, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 20:00 þar sem hópurinn mun spila Machines Arena og spila í 5. leikjalotu…

Lesa meira

Sony tók ekki þátt í E3 tölvuleikjaráðstefnunni í ár þar sem hefð er fyrir því að stærstu leikjafyrirtækin og leikjatölvuframleiðendurnir kynna það sem framundan er. Þessi ákvörðun Sony kom nokkuð mörgun á óvart þar sem PlayStation leikjatölvurnar frá fyrirtækinu hafa notið gríðarlegra vinsælda í gegnum árin ásamt fjölmörgum stórleikjum sem tengjast þeim. Fjallað var um þetta mál í 25. þætti Leikjavarpsins. Engar stórar fréttir eða tilkynningar komu frá Sony en hápunktur kynningarinnar var nýtt sýnishorn úr Deathloop… Sony hefur undanfarið haldið sérstakar State of Play kynningar á netinu þar sem Sony kynnir sitt efni sérstaklega fyrir áhorfendum og í kvöld…

Lesa meira

Kínversk-íslenska leikjafyrirtækið Directive Games sendi frá sér nýtt sýnishorn í dag úr tölvuleiknum The Machines Arena. Directive Games var stofnað árið 2014 og eru höfuðstöðvar þess í Sjanghæ en auk þess er fyrirtækið með skrifstofur í Kópavogi og Kaliforníu. Atli Már Sveinsson, einn af upphafsmönnum CCP í Sjanghæ, er meðal stofnenda Directive Games ásamt fólki úr lykilstöðum hjá tæknirisum á borð við Ubisoft og EA. The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur. The Machines Arena er hraður PvP fjölspilunarskotleikur þar sem hver bardagi tekur aðeins 5-7 mínútur. Spilarar fá að velja sína…

Lesa meira

Í gær kynnti Nintendo uppfærða útgáfu af Nintendo Switch leikjatölvunni, Nintendo Switch OLED. Líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða OLED útgáfu af Nintendo Switch en OLED skjáir bjóða oftar en ekki upp á meiri litadýpt en hefðbundnir LCD skjáir, líkt og þeim sem finnst á upprunalega Nintendo Switch. Skjáupplausnin helst óbreytt í 1280×720 en skjárinn verður aðeins stærri í OLED útgáfunni, eða 7 tommur í stað 6,2 tommu skjá á upprunalega Nintendo Switch og 5,5 tommu á Nintendo Switch Lite. Auk uppfærslu á skjánum hefur hljóðið verið bætt í OLED útgáfunni og bakstandurinn verið breikkaður verulega.…

Lesa meira

Arnar Tómas Valgeirsson deildi íslenskum þýðingum sínum á þekktum Pokémon-skrímslum á dögunum á Facebook-hópnum Bylt Fylki. Mörgum þótti þýðingar Arnars ansi skemmtilegar en þar má meðal annars finna vasaskrímslin Krúttípútt, Knúsfús, Eldklár, Hrotþurs og Kálhaus. Við ákváðum að heyra aðeins í Arnari og spyrja hann út í þessar skemmtilegu þýðingar. Arnar segist halda að hann hafi verið einn fyrstu Íslendinganna til að fá Pokémon-æðið á sínum tíma þegar við spyrjum út í tengsla hans við Pokémon-heiminn. „Ég var staddur með fjölskyldu minni í Washington D.C í kringum 1998/1999 þegar bólan sprakk í Bandaríkjunum. Þetta var gjörsamlega alls staðar og líkt…

Lesa meira

Í ævintýra- og þrautaleiknum TOHU stjórnar spilarinn lítilli stelpu sem getur breytt sér í vélmennið Cubus. Ill vera hefur ráðist á heimabæ stelpunnar og virðast þessi vera eingöngu vilja eyðileggja allt sem á vegi hennar verður. Það er í höndum spilarans að bjarga heiminum frá þessari illu veru með því að safna nauðsynlegum hlutum til að lagfæra það sem veran hefur eyðilagt. Leikurinn er virkilega fallegur og hljóðin í leiknum vel gerð. Gullmolinn eru þó þrautirnar sem eru hæfilega erfiðar – þær ná að halda manni vel við efnið án þess að vera of erfiðar. Stundum koma þó tímapunktar þar…

Lesa meira

Myndlistarmaðurinn Ragnhildur von Weisshappel deildi nýverið nokkrum skemmtilegum myndum í Facebook-hópnum Nintendo Ísland af kökum sem hún bakaði og skreytti með The Legend of Zelda þema. Við höfðum samband við Ragnhildi og spurðum hana aðeins út í kökuskreytingarnar, Zelda og hvort hún hafi yfir höfuð mikinn áhuga á kökubakstri. Ég er myndlistarmaður og tek hráefnið þar sem það gefst, fæ semsagt útrás fyrir sköpunarþörfina í móðurhlutverkinu. „Ég verð að segja nei við þessari spurningu. Ég er myndlistarmaður og tek hráefnið þar sem það gefst, fæ semsagt útrás fyrir sköpunarþörfina í móðurhlutverkinu. Kökurnar sem ég baka eru mjög beisik og smjörkremið…

Lesa meira

Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór hjá Nörd Norðursins fóru yfir tölvuleikjaárið 2020 í nítjánda þætti Leikjavarpsins. Ekki voru allir sammála um hvaða tölvuleikur ætti skilið titilinn besti tölvuleikur ársins 2020 en tveir leikir stóðu áberandi upp úr að okkar mati og enduðu þeir tveir leikir í tveim efstu sætum dómnefndar. 5. HADES Þetta er indíleikurinn sem kom, sá og sigraði árið 2020. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna á árinu og ekki að ástæðulausu. Leikurinn er hraður rogue-like hasar- og hlutverkaleikur þar sem þú þarft að berjast við djöfla og púka. Í leiknum deyr karakterinn…

Lesa meira