Fréttir

Birt þann 1. nóvember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Álfar dansa með Daða og Gagnamagninu í Just Dance 2022

Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið.

Fimmtudaginn fjórða nóvember næstkomandi kemur dansleikurinn Just Dance 2022 í verslanir. Leikurinn inniheldur fjölbreyttan lagalista og er þar meðal annars að finna lagið Think About Things með Daða and Gagnamagninu, sem var framlag Íslands til Eurovision árið 2020. Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið.

Íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur áður komist í fréttirnar vegna tölvuleikja, þar á meðal vegna Psychonauts 2 tónleika sinna sem sýndir voru á YouTube-rás Xbox og svo tölvuleiksins Daði & Gagnamagnið: Think About Aliens sem gefinn var út samhliða framlaginu til Eurovision. Daði var einnig í samstarfi við Mussila Planets sem gaf út leikinn Neon Planets ft. Daði Freyr árið 2017.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur flytjandi er með lag í Just Dance tölvuleik en auk Think About Things er að finna lög á borð við Build a B**** með Bella Poarch, Run the World með Beyoncé, Buttons með Pussycat Dolls og Chandelier með Sia.

Just Dance leikjaserían á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2009 þegar fyrsti Just Dance leikurinn kom út á Nintendo Wii leikjatölvuna, sem var þekkt fyrir að nota hreyfiskynjara við spilun leikja. Just Dance leikirnir náðu fljótt vinsældum þar sem fólk fékk tækifæri til að æfa danshæfileika sína við vinsæl popplög. Undanfarin ár hefur nýr Just Dance leikur komið úr á ári hverju þar sem nýir dansar og nýir lagalistar eru kynntir til sögunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur flytjandi er með lag í Just Dance tölvuleik en auk Think About Things er að finna lög á borð við Build a B**** með Bella Poarch, Run the World með Beyoncé, Buttons með Pussycat Dolls og Chandelier með Sia. Hægt er að sjá lagalistann í heild sinni fyrir Just Dance 2022 hér á Wikipedia.

Mynd: Ubisoft á YouTube

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑