Birt þann 18. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
2Mótmælum SOPA!
Í dag, 18. janúar, mun fjöldi vefsíðna mótmæla SOPA frumvarpinu með því að loka síðunum sínum tímabundið. Wikipedia, reddit, Mozilla, FailBlog, theDailyWhat, Know Your Meme, MineCraft, RageMaker, Tucows, Destructiod, VanillaForums og WordPress eru meðal þeirra sem styðja og/eða munu taka þátt í mótmæla aðgerðunum.
SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) eru bandarísk frumvörp um reglur sem eiga að nýtast til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþættir, tölvuleikir og fleira. Það sem gerir SOPA og PIPA fyrst og fremst að umdeildum frumvörpum eru völdin sem fyrirtækjum og bandarísku ríkisstjórninni eru gefin, en samkvæmt reglunum mega þau meina netverjum í Bandaríkjunum aðgangi að tilteknum vefsíðum sem þau telja að brjóti þessar tilteknu reglur.
Hægt er að lesa nánar um SOPA og PIPA með því að smella hér.
Ritstjórn Nörd Norðursins styður mótmælaaðgerðirnar heilshugar og fordæmir SOPA og PIPA frumvörpin.
Hér fyrir neðan er að finna tvö stutt myndbönd sem útskýra SOPA og PIPA í stuttu máli.
Heimild: STRIKE AGAINST SOPA
2 Responses to Mótmælum SOPA!
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Afmælispistill | Nörd Norðursins
Pingback: CISPA: Njósnað um netverja | Nörd Norðursins