Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Suicide Squad – „vonaðist eftir Mad Max Fury Road en fékk Age of Ultron“
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Suicide Squad – „vonaðist eftir Mad Max Fury Road en fékk Age of Ultron“

    Höf. Steinar Logi3. ágúst 2016Uppfært:12. ágúst 2016Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það þarf ekki að kynna Suicide Squad fyrir lesendur Nörd Norðursins þannig að við vindum okkur strax í spillafría gagnrýni, enda erfitt að komast hjá því að vita eitthvað um Suicide Squad því að stiklur og auglýsingar fyrir hana hafa verið keyrðar látlaust í langan tíma. Þetta „yfirhæp“ vinnur gegn því að myndin virki því að númer eitt þá hækka væntingarnar verulega og númer tvö þá hefur Jókerinn mun minna hlutverk en maður var látinn halda.

    Afgreiðum Jókerinn fyrst; Jared leto hefur einfaldlega ekki það mikinn skjátíma til að hafa mikil áhrif á myndina en hann er ekki það slæmur. Hann er enginn Heath Ledger en það sem tekst vel upp  er hversu ógnandi hann er. Það er því miður eina sem er sérstakt við hann, það vantar allan frumleikann, hann er nánast eins og hver annar brenglaður krimmi og það er handritinu að kenna ekki Leto. Ef hann hefði meiri skjátíma og væri betur skrifaður, sem hann kannski fær í myndum í framtíðinni, þá gæti hann verið fínn Jóker. Hann er bara of lítið í þessari mynd.

    Jókerinn hefur ekki mikinn skjátíma

    Will Smith kom mér skemmtilega á óvart, hann er alls ekki að leika sjálfan sig eins og hann hefur stundum gert og er mjög sannfærandi sem Deadshot. Hann spilar hlutverkið á lágu nótunum og treystir á sjarmann sinn sem svínvirkar. Margot Robbie sem Harley Quinn stelur samt senunni. Hún á bestu línurnar í myndinni (sem því miður voru margar hverjar í stiklunum) og nær að skapa mjög eftirminnilegan karakter, nánast nákvæmlega eins og maður ímyndaði sér hana.

    Suicide_Squad_01

    David Ayer notar mjög hraðan stíl með mörgum stuttum atriðum og nýja tónlist fyrir hvert þeirra í fyrri hluta myndarinnar, aðallega til að kynna allar þessar persónur fljótlega, en stundum getur þetta verið of mikið og ruglandi. Flæði myndarinnar er ójafnt á köflum og stundum er eins og myndin hoppi áfram eflaust vegna þess að eitthvað hefur verið klippt út. Hugsanlega væri lengri útgáfa betri. Annað sem hefði hjálpað myndinni er að hafa hana bannaða innan 16 ára í stað 12 ára. Markaðslega veit maður af hverju, en þessi mynd væri með mun meira bit hefði hún verið bönnuð innan 16 ára og hefði hreinlega verið betri, þetta snýst jú um vondu gaurana.

    maður vonaðist eftir Mad Max Fury Road en fékk Age of Ultron.

    Maður er enn með blendnar tilfinningar gagnvart Suicide Squad, það er margt gott við hana og einnig margt slæmt. Þetta er fínasta afþreying en ekki gallalaus, maður vonaðist eftir Mad Max Fury Road en fékk Age of Ultron.

    kvikmyndarýni ofurhetjur Steinar Logi Sigurðsson Suicide Squad
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHRingurinn 2016 – Stærsta tölvuleikjamót landsins haldið 5.-7. ágúst
    Næsta færsla Fantasy Flight Games í ham!
    Steinar Logi

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    NBA2K25 – Lengi getur vont versnað

    19. september 2024

    Senua’s Saga: Hellblade 2 (PC) – „Senua kemur til Íslands“

    21. maí 2024

    Final Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“

    29. mars 2024

    Crew Motorfest

    3. október 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.