Spil

Birt þann 8. ágúst, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Fantasy Flight Games í ham!

Game_of_Thrones_The_Iron_ThroneUndanfarna viku hafa snillingarnir hjá Fantasy Flight Games komið með hverja tilkynninguna á fætur annarri þar sem þeir hafa verið að tilkynna ný spil eða endurútgáfur af fyrri spilum.

Fyrst og fremst er það endurútgáfa af Cosmic Encounter sem hefur nú verið sett í búning vinsælu þáttanna Game of Thrones. Spilið er fyrir 3-5 leikmenn sem bregða sér í hlutverk stærstu fimm fjölskyldnanna sem búa í Westeros. Leikmenn munu þurfa að vera útsmognir og ófyrirséðir, vinna saman, svíkja og pretta til að ná völdum á Járnhásætinu.

Þeir hafa nú einnig tilkynnt aðra útgáfu af Mansions of Madness sem byggir á sögum H.P Lovecraft og gerist í sama heimi og Eldritch Horror og Elder Sign. MoM er samvinnu spil fyrir 1-5 leikmenn sem þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir, berjast gegn ógnvekjandi verum á meðan þeir gera sitt besta í að ganga ekki af göflunum og tapa vitinu. FFG hafa verið óhræddir við að nýta sér tæknina og því er einnig hægt að nýta sér app við spilunina sem tekur þá að sér það hlutverk að stýra spilinu. Eigendur fyrri útgáfu þurfa þó ekki að óttast því nýja útgáfan mun innihalda „conversion-kit“ sem nýtir skrímsli, persónur og reiti úr fyrstu útgáfunni svo að það mun ekki bara sitja og safna ryki uppí hillu. Spilið lenti í verslunum þann 4.ágúst.

Mansions_of_Madness

The Extraordinary Adventures of Baron Munchausen er hlutverkaspil sem byggir á hinum lygilegum sögum um Baron Munchausen og hans afrekum. Þetta er þó ekki hlutverkaspil í hinum hefðbundna skilning því þetta er meira hugsað sem partýspil þar sem menn keppast um að „one-uppa“ hvorn annan í lygasögum eða hrekja vitleysuna sem vellur uppúr leikmönnum. Einhverjir hafa reynt að bera þetta saman við Fiasco sem var í Tabletop en ég ætla að leyfa tíma og spilurum að útkljá hvort það sé verðugur samanburður.

Extraordinary_Adventures_of_Baron_Munchausen

Doom tölvuleikurinn fékk góða dóma hér á Nörd Norðursins svo það verður spennandi að sjá hvaða móttökur Doom: The Boardgame muni hljóta þegar það lendir í hillum vestanhafs á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Spilið er fyrir 2-5 leikmenn sem geta brugðið sér í hlutverk hermanna sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni og reyna að lifa af hryllinginn og helvítið sem á sér stað á rauðu plánetunni Mars. Leikmenn munu einnig geta tekið hlið djöflanna og gert hermönnum lífið leitt með því að murka úr þeim líftóruna aftur og aftur.

Doom_bordspilRétt einsog með Pókemon er nýtt Star Wars æði í gangi og hefur FFG verið duglegt að dæla út Star Wars tengdum spilum s.s Armada og X-Wing, nú er von á safnkorta og teningaspili sem hefur hlotið nafnið Star Wars: Destiny Spilið mun innihalda nöfn flestra persóna sem komið hafa fram á sögusvið Star Wars kvikmyndana. Spilið er hannað fyrir tvo leikmenn og er aðalreglan sú að ekki er leyfilegt að blanda saman hetjum og skúrkum. Spilinu er því stillt upp sem góðu kallarnir gegn hinum vondum en það sem gerir það svo spennandi er að „hvað ef“ faktorinn. Hvernig myndi Finn úr The Force Awakens berjast gegn Count Dooku?
Hver hetja hefur sína kosti og galla og munu leikmenn nota sérhannaða teninga til að berjast gegn hvor öðrum. Hægt verður að hafa áhrif á teningaköst með spilum sem leikmenn hafa á hendi þannig að baradagarnir eru engan veginn útkljáðir með heppni einni saman.

Hvaða spili ert þú mest spennt/ur fyrir?

  • The Iron Throne (Cosmic Encounter reskin) (63%, 5 Votes)
  • Mansions of Madness 2nd Ed. (38%, 3 Votes)
  • The Extraordinary Adventures of Baron Munchausen (0%, 0 Votes)
  • Doom: The Boardgame (0%, 0 Votes)
  • Star Wars: Destiny (0%, 0 Votes)

Total Voters: 8

Loading ... Loading ...

Teaser Video fyrir SW: Destiny

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑