Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»5 frekar frábær fantasíuborðspil
    Spil

    5 frekar frábær fantasíuborðspil

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir8. júlí 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Drekar, dýflissur, galdrar og illir andstæðingar sem eiga alltof mikið af svörtum fötum – klassískir fantasíuheimar hafa alltaf verið mikilvægur hluti af nördakúltúrnum, og borðspilin eru þar engin undantekning. Hér eru fimm frábær borðspil fyrir þá sem vilja draga galdrasverð sitt úr slíðri og leggja í hættuþrungna fantasíuför …

    Lord of the Rings

    LOTR_bordspilÞað væri ótækt að gera nokkurn fantasíulista án þess að Hringsdróttinssaga Tolkiens kæmi að minnsta kosti einu sinni fyrir. Það þarf væntanlega ekki að kynna efni þessarar frumstoðar fantasíuheimsins fyrir lesendum Nörd Norðursins, og að sjálfsögðu eru til ótal borð- og kortaspil byggð á henni. Þeirra vinsælast er líklega Lord of The Rings, samvinnuspil frá Hasbro sem út kom árið 2000. Spilarar taka að sér hlutverk hobbita og ferðast með hringinn eina gegnum ýmis sögusvið sögunnar til Mordor til að eyða honum þar, áður en Sauron nær of miklum yfirráðum til að hobbitarnir hafi svigrúm til að ná takmarki sínu. Gott merki um vinsældir spilsins er að það var á sínum tíma m.a.s. þýtt á íslensku af Fjölvaútgáfunni, og heitir á íslensku Hringadróttinsspilið.

    Lords of Waterdeep

    Lords_of_WaterdeepTalandi um dreka og dýflissur, þá á heimsveldi hlutverkaspilsins Dungeons and Dragons að sjálfsögðu fast sæti á hvaða fantasíulista sem er. Lords of Waterdeep er verkstjórnunarspil frá Wizards of the Coast sem hefur notið mikillra vinsælda síðan það kom út 2012 (Magnús fjallaði nýlega um spilið hér á Nörd Norðursins). Fyrir þá sem þekkja til Dungeons and Dragons heimsins á spilið sér stað í borginni Waterdeep í Forgotten Realms heimi D&D – spilarar nota auðlindir sínar og herkænsku til að ljúka verkefnum í Waterdeep og nágrenni hennar og verða ríkasti og valdamesti aðalsmaður borgarinnar. Spilið tekur ansi mikið borðpláss, en plásslitlir spilarar geta einnig fengið sér Lords of Waterdeep sem app á iOS.

    Small World

    Smallworld_02Strategíuspilið Small World frá Days of Wonder, gefið út 2009, er ekki byggt á einhverjum einum fantasíuheimi, en notast við allar mögulegar og ómögulegar tegundir fantasíupersóna sem spilarar munu þekkja úr ýmsum sögum. Hver spilari velur sér einn hóp persóna (t.d. dverga eða álfa eða drýsla) og eitt einkenni (t.d. Heroic eða Wealthy) úr fjölbreyttri flórunni sem í boði er og notar síðan þann hóp, með þeim hæfileikum sem hann hefur, til að reyna að ná yfirráðum yfir eins miklu landsvæði og hann getur. Small World hefur verið mjög vinsælt frá því það kom út – það eru til ýmsar viðbætur við það og aftur geta þeir sem eru plásslausir notað app til að spila það.

    Game of Thrones

    Game_of_Thrones_bordspilFáar fantasíur eru vinsælli þessa dagana en Game of Thrones sería G. R. R. Martin, og eftir því eru til allskonar korta- og borðspil byggð á henni. Herkænskuspilið frá Fantasy Flight Games, gefið út 2003, þykir einna best heppnað af þeim Game of Thrones spilum sem til eru – og óneitanlega smellpassar sú spilategund (stríð og valdatafl og landamæradeilur) við söguna sjálfa, í raun mætti segja að Game of Thrones væri herkænskusaga. Spilarar velja sér eitt af húsunum úr sögunni og reyna síðan að ná valdi yfir sem mestu landi og brjóta hin húsin á bak aftur með orrustum, bandalögum og svikum. Það eru til nokkrar viðbætur sem bæta m.a. við tilvísunum í bækur sem hafa komið út síðan spilið kom fyrst út.

    MunchkinMunchkin

    Það er alltsaman gott og blessað að hafa háfleygar hugsjónir um að bjarga (fantasíu)heiminum frá illum öflum, en við höfum öll hitt spilara sem hafa minni áhuga á söguþræðinum og meiri áhuga á að drepa fleiri skrímsli, safna fleiri stigum og fá meira gull en allir hinir spilararnir. Munchkin er spil í léttari kantinum frá Steve Jackson, fyrst gefið út 2001, sem leggur alla áhersluna á lootið og gamansömu tilvísanirnar í önnur alvarlegri fantasíuspil. Munchkin er samt þrusugott spil í sjálfu sér, og hugmyndin virkar greinilega vel því það eru til ótal Munchkin viðbætur og útgáfur.

    borðspil fantasía Game of Thrones Lord of The Rings Lords of Waterdeep Munchkin Small World
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSvifbretti, brennó og fótbolti – Íslenskar íþróttahetjur í tölvuleikjum
    Næsta færsla Umfjöllun: Pebble Time Steel snjallúrið
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    22. ágúst 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Game of Thrones viskíflöskurnar fást í fríhöfninni

    27. maí 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.