Menning
Birt þann 15. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Plakatsýning Svartra Sunnudaga – Plaköt til sýnis frá upphafi
Svartir Sunnudagar verða með plakatsýningu í Bíó Paradís laugardaginn 16. apríl kl. 17:00. Til sýnis verða öll plakötin sem hafa verið gerð fyrir Svarta Sunnudaga undanfarin fjögur ár. Hægt verður að kaupa plakötin og kostar stykkið sléttar 10.000 kr.
Þeir sem ekki þekkja til þá sýna Svartir Sunnudagar sérvaldar költmyndir og hafa meðal annars sýnt myndir á borð við The Shining, Ferris Builler’s Day Off, Pee-wee’s Big Adventure, Zardoz, Freaks, Big Trouble in Little Chine svo einhverjar séu nefndar. Költhópinn skipa þeir Sigurjón Kjartansson, Sjón og Hugleikur Dagsson.
Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.
Hér má sjá brot af úrvalinu: