Leikjarýni

Birt þann 15. apríl, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

Leikjarýni: Salt and Sanctuary – „nokkurs konar endurútfærsla af Dark Souls“

Leikjarýni: Salt and Sanctuary – „nokkurs konar endurútfærsla af Dark Souls“ Steinar Logi

Samantekt: Salt and Sanctuary er indí hlutverkaleikur / pallaleikur með handunninni grafík sem kom út nýlega fyrir PS4.

4

Góð eftirherma


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Salt and Sanctuary er indí hlutverkaleikur / pallaleikur með handunninni grafík sem var að koma út fyrir PS4. Hann er nokkurs konar endurútfærsla af Dark Souls og byggir mjög sterklega á honum með smá klípu af Castlevania.

Það er greinilegt að hönnuðirnir eru miklir Dark Souls aðdáendur en leikurinn heldur samt sínum eigin stíl. Í upphafi ert þú á skipi sem ráðist er á af sjóræningjum. Þú berst við þá þar til þú kemur upp á þil en þar bíður þín ógurlegt skrímsli í anda Asylum Demon frá Dark Souls. Á endanum skolastu upp á land á einhverri eyju og hefst þá ævintýrið fyrir alvöru.

Eins og í DS færðu sálir frá óvinunum sem þú notar til að byggja upp karakterinn, nema að hér er það salt sb. Salt og Griðastaður en griðastaðirnir koma í staðinn fyrir bálkestina (bonfires). Í stað þess að uppgötva galdrakennara, járnsmiði, sölumenn o.s.frv. þá finnurðu styttur af þeim sem þú ferð með í griðastaðinn, fórnar þeim og þá poppa þeir upp. Einnig færðu gull frá óvinunum en það tapast ákveðin prósenta af því í hvert sinn sem þú deyrð (ásamt saltinu sem þú færð einn möguleika til að endurheimta rétt eins og í DS).

Annars er uppbygging leiksins sú sama, þú berst við mismunandi skrímsli og uppgötvar ólík svæði og á hverju svæði eru „bossar“ eða tveir (nei, ekki þannig bossar, þetta er ekki Leisure Suit Larry og já ég veit að mjög fáir ná þessari tilvísun). Það er líka fjöldinn allur af vopnum, göldrum og græjum og greinilegt að það er mikil vinna á bak við leikinn.

Þar sem hann skín er sem sófaleikur þ.e.a.s. „local co-op“ og við feðgarnir höfum sjaldan skemmt okkur eins mikið síðan við spiluðum Rocket League

Þetta er mjög góður leikur því að þrátt fyrir að hann byggi á öðrum leik þá nær Ska Studios að gera hann sinn eigin sem felst aðallega í því að hann er í 2D og leggur þarafleiðandi mun meiri áherslu á platform-hlutann. Þú drepst ósjaldan af því að hrapa niður einhvers staðar en það er ekki á ósanngjarnan máta þó að það geti verið pirrandi.

Þar sem hann skín er sem sófaleikur þ.e.a.s. „local co-op“ og við feðgarnir höfum sjaldan skemmt okkur eins mikið síðan við spiluðum Rocket League (sem endaði með því að strákurinn varð of góður og skildi pabbann eftir í rykinu). Þetta er næg ástæða til að grípa á rétt yfir 2000 krónur í ensku eða bandarísku Playstation búðinni.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑