Bækur og blöð

Birt þann 13. júlí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndasögurýni: The Superior Spider-Man

Tiltölulega nýlega (í Marvel heiminum altént) reyndi Doctor Octopus, einn af aðalóvinum Spider-Man, að  brenna heiminn  til kaldra kola. Fljótlega eftir að  hann var sigraður (spoiler alert) tókst Dr. Octopus að flytja huga sinn í huga Peter Parker en hugur Peter Parker fór í líkama dr. Octopus sem dó síðan.  Dr. Octopus stjórnaði nú líkama Spider-Man og Peter Parker virtist látinn.

Þetta er í eðli sínu ekki ný hugmynd, óvinir ofurhetja hafa tekið yfir huga þeirra í fleiri áratugi. En það sem var öðruvísi var að þetta var ekki stutt saga  sem átti sér stað í einu blaði eða nokkrum. Titli Spider-Man blaðins var breytt úr „The Amazing Spider-Man“ í „The Superior Spider-Man“ og byrjaði aftur á fyrsta tölublaði. Höfundar ætluðu greinilega að reyna eitthvað nýtt og vildu vekja athygli á því. Áhrifin létu svo sem ekki á sér standa meðal gallharðra Spider-Man nörda, fæstum fannst þetta sniðugt uppátæki og var ekki í mun að  stöðva útgáfu blaðs sem hafði verið gefið út síðan 1963 og hafði náð 700 tölublöðum. Ennfremur verður að segjast að breytingin var frekar þvinguð. En fólkið á bakvið breytinguna hafði ekki  ráðist í hana bara til að auka sölur. Superior Spider-Man er vel heppnuð í marga staði ef lesandinn gefur henni séns. Þetta er saga af manni sem gerist hetja af röngum ástæðum, sem er „tilbúinn að gera það sem þarf“ til að hreinsa til í borginni og koma glæpamönnum fyrir kattarnef. Doctor Octopus er virkilega öflugur Spider-Man sem snýr öllum hugmyndum um ofurhetjur á haus.

 

Spiderman_octopus_01

Með nýjum Spider-Man kemur nýr búningur. Dr. Octopus þarf náttúrulega að troða inn fálmurum.

 

Sagan fékk að vera í gangi í um 30 tölublöð uns Peter Parker fær aftur stjórn á líkamanum.  Á þeim tíma hafði Superior Spider-Man náð að breyta miklu í heimi Spider-Man og sérstaklega Peter Parker. Bandalög voru brotin og vinskapur var brostinn. Spider-Man varð að allsjáandi Stórabróður með sinn eigin her og bækistöðvar. Og  á tímabili var ekki hægt að neita því að Dr. Octopus var betri Spider-Man en Peter Parker.  Hann náði að sinna ættingjum og vinum betur, sigrast á óvinum á fljótlegan og kaldrifjaðan máta og notaði bæði tækni og gáfur til að ná fram markmiðum sínum. Hann var ofurhetja sem var ekki plöguð af siðferði og erfiðum spurningum. Brjálaður fjöldamorðingi sleppur úr fangelsinu og fer að drepa fólk? Dreptu hann við fyrsta tækifæri. Hópur ofurglæpamanna ræðst á  borgina? Ekki eyða tíma í að spjalla við þá eða koma með brandara. Leggðu fyrir þá gildru og sigraðu undir eins.

Hann var ofurhetja sem var ekki plöguð af siðferði og erfiðum spurningum. Brjálaður fjöldamorðingi sleppur úr fangelsinu og fer að drepa fólk? Dreptu hann við fyrsta tækifæri.

Dr. Octopus er vandvirkur og skilvirkur, hann berst gegn glæpum á máta sem Peter Parker myndi ekki gera af ótta við að meiða saklausa eða af því að það bryti friðhelgi einkalífsins. Dr. Octopus er sama um það. Hann er að berjast gegn hinu illa, hver svo sem kemur í veg fyrir það er ekki að vinna góðverk, þvert á móti. Sá hinn sami er engu betri en glæpamaður. Superior Spider-Man er sterkari, gáfaðari, skilvirkari og betri í baráttu sinni en Peter Parker.  Hann er drifinn áfram af þörf til að gera hlutina rétt, ekki til að bæta fyrir eitthvað eða af sektarkennd heldur af því að hann þarf að halda við ákveðinni ímynd og þess vegna er best að gera það rétt.

 

Þessi Spider-Man er ekki að leika sér. Hann er að eyða ógnum og stöðva glæpamenn. Hann stöðvar þá hratt og kaldrifjað.

Þessi Spider-Man er ekki að leika sér. Hann er að eyða ógnum og stöðva glæpamenn. Hann stöðvar þá hratt og kaldrifjað.

 

Superior Spider-Man neyðir lesandann til að hugsa um og íhuga hvað það er sem einkennir og skapar ofurhetjur. Eru það kraftarnir, persónuleikinn eða bakgrunnurinn? Hvar byrjar Spider-Man og hvar byrjar Peter Parker? Ef Spider-Man er ekki að reyna að taka yfir heiminn eða að drepa saklaust fólk, hversu miklu máli skiptir að hann er ekki fyndinn lengur? Við lesum ekki bækurnar til að fylgjast með Peter Parker. Við lesum bækurnar um Spider-Man. Er Peter Parker bara óheppni  gaurinn sem þarf að vera Spider-Man?

Superior Spider-Man neyðir lesandann til að hugsa um og íhuga hvað það er sem einkennir og skapar ofurhetjur. Eru það kraftarnir, persónuleikinn eða bakgrunnurinn?

Hver lesandi fyrir sig þarf að ákveða fyrir sig hvað það þýðir að Dr. Octopus er Spider-Man. Sérstaklega eftir að það kemur í ljós að hann er ekki að þessu til að eyðileggja líf neins (nema Peter Parkers, sem hann drap) eða ráða neinu eða taka yfir eitthvað. Hann er einfaldlega að gera hlutina sem Spider-Man gerði með sínu nefi. Hann er ekki að reyna að vera vondur eða leiðinlegur og hann sýnir í bæði verki og orðum að hann er tilbúinn að breyta hegðun sinni. Hann er einfaldlega mjög skaddaður maður að reyna að gera eitthvað sem hann heldur að muni bæta líf hans og annarra. Hann gæti jafnvel hljómað eins og góð manneskja ef hann væri ekki Dr. Octopus.

 

Dr. Octopus er hottalegasti og hrokafyllsti Spider-Man sem þú munt sjá í langan tíma. Hann hefur ekki mikla auðmýkt eða samúð með nokkrum einasta manni.

Dr. Octopus er hottalegasti og hrokafyllsti Spider-Man sem þú munt sjá í langan tíma. Hann hefur ekki mikla auðmýkt eða samúð með nokkrum einasta manni.

 

En breytt hegðun Spider-Man fer ekki framhjá nokkrum. Hann hættir í Avengers og eignast fleiri óvini en hann átti áður. Það væri svosem allt í lagi, ef óvinir hans væru ekki jafn ómerkilegir og raun ber vitni. Þeir hafa sínar sögur og sínar áætlanir, en það er ekki hægt að segja að þær séu nýjar eða reyni á spider man á annan hátt en ef hann væri Peter Parker. Óvinirnir eru endurnýttir frá seinni sögum og eini raunverulegi munurinn er að Dr. Octopus þekkir þá með nafni og getur deilt með okkur drykkjusögum. Það er ekki reynt á hann og aðferðir hans sem Spider-Man fyrr en í bláendann og þá gefst hann upp.

Superior Spider-Man er vel heppnuð tilraun. Hún kryfur Spider-Man til mergjar, hún sýnir aðalpersónurnar í nýju ljósi og vekur upp spurningar um hvað lesandinn vill fá frá ofurhetjusögum, ofurhetjuna eða venjulegu manneskjuna.

4 af 5 stjörnum.

 

Höfundur er Kristján Már Gunnarsson.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑