Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Scream (1996)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Scream (1996)

    Höf. Nörd Norðursins17. júlí 2013Uppfært:17. júlí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Bíó Paradís sýndi um daginn slægjumyndina Scream frá árinu 1996. Það má með sanni segja að myndin hafi haft gífurleg áhrif á sínum tíma. Hún endurvakti áhuga áhorfenda á slægjumyndum (slasher) og í kjölfar myndarinnar voru fleiri slægjumyndir framleiddar í Hollywood og víðar. Hefur einnig verið sagt að eldri myndir, bæði slægjumyndir og hryllingsmyndir, hafi notið góðs af velgengni Scream því myndin tekur sig ekki mjög alvarlega og leikstjóri myndarinnar Wes Craven vitnar mikið í aðrar frægar myndir. Sem dæmi þá vitnar hann í klassíkina Psycho eftir Alfred Hitchcock á marga vegu í myndinni.

    Wes Craven hefur helgað feril sinn slægjumyndum og hrylling. Hann leikstýrði sem dæmi The Hills Have Eyes (1977) og A Nightmare on Elm Street (1984). Eftir velgengni Scream sem varð mjög tekjuhá fylgdu í kjölfarið fleiri Scream myndir og eru þær fjórar talsins, sú síðasta kom út 2011 og hefur Craven leikstýrt þeim öllum.

    Myndin fjallar um raðmorðingjann Ghostface sem er hulinn grímu sem síðan hefur öðlast sitt líf utan myndarinnar. Þannig vekur Craven upp tengingu við aðrar slægjumyndir eins og Texas Chain Saw Massacre (1974) og Halloween (1978) en illmennin í þeim myndum voru að sjálfsögðu líka með grímur. Ghostface hrellir og drepur tvo unglinga í upphafi myndarinnar og í kjölfarið tekur hópur menntaskóla krakka sig saman og reynir að komast að því hver Ghostface sé en unglingarnir átta sig fljótlega á því að þegar þú eltist við djöfulinn þá fylgja því hryllilegar afleiðingar. Leikaravalið var ekki af verri endanum en margar þekktustu ungu stjörnur tímabilsins voru fengnar til þess að leika í myndinni. Courtney Cox, David Arquette, Drew Barrymore og Neve Campbell. Seldi þetta myndina án efa.

    Eflaust átta margir sig ekki á mikilvægi og frumleika Scream því í kjölfar myndarinnar hafa slægjumyndir litið dagsins ljós sem byggja á ákveðnum þáttum í Scream. Til að útskýra það nánar þá endurhannaði Craven formúluna, það sem hann gerði var að draga úr drunganum og alvarleikanum sem einkennt hafði slægjumyndir. Inn í söguþráðinn blandaði hann meiri húmor og reyndi að láta myndina ekki taka sig of alvarlega. Þess vegna eru persónur myndarinnar mjög meðvitaðar um hvernig formúla slægjumynda virka og ræða það sín á milli. Til dæmis þá eru nokkrar reglur í slíkum myndum sem fara verður eftir. Kynlíf jafngildir dauða og aldrei segja: „ég kem strax aftur“. Þetta virðast persónurnar mjög meðvitaðar um og jafnvel er gengið svo langt að fjórði veggurinn er brotinn með því að láta persónurnar vera einnig meðvitaðar um að þær séu að leika í kvikmynd. Leikur Craven sér með fleiri þekkt minni eins og lögregluna sem virðist ekki getað hjálpað og bjargarlausu unglingsstúlkurnar. Með því að brjóta upp hefðirnar þá virðist Craven vera að gera upp feril sinn að einhverju leyti með því að vinna með þær hugmyndir og formúlur sem hann hafði fylgt eftir í fyrri verkum sínum. Þetta gerir hann snilldarlega í Scream.

    Scream á sinn sess í hryllings-/slægjumynda hillunni og situr þar ansi hátt. Það er lítið hægt að segja annað um þessa mynd en að hún er áhrifavaldur margra leikstjóra sem hafa fetað í svipuð fótspor og Craven en þó ekki komist með tærnar þar sem Craven hefur hælana því Scream er enn þann dag í dag tekjuhæsta slægjumynd kvikmyndasögunnar.

    Við þetta má svo bæta að það er síðasti séns að sjá myndina í kvöld kl. 22 í Bíó Paradís.

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Bíó Paradís hrollvekja Ragnar Trausti Ragnarsson Scream Slasher Wes Craven
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaApp sem hjálpar þér að finna týnda hluti
    Næsta færsla Bókarýni: Flóttinn til skýjanna eftir Kristján Má Gunnarsson
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.