Bækur og blöð

Birt þann 5. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndasögurýni: Deadpool Kills the Marvel Universe

Sagan er skrifuð af Cullen Bunn og teiknuð af Dalibor Talajić, þá er Joe Quesada einnig tengdur bókinni þar sem hann ber titilinn „others“ í kreditlistanum. Sagan gerist í fjórum bókum sem voru gefnar út af Marvel árið 2012.

Sagan byrjar á því að X-Men eru að leggja Wade Wilson, Deadpool, inn á geðveikrahæli sem er að sjálfsögðu gegn vilja hans. Eftir að Wade hefur verið lagður inn kemst hann fljótt að því að yfirlæknirinn er enginn annar er Psycho-Man og ráðabrugg hans er að heilaþvo Wade svo hann gæti notað hann til illskuverka. Hins vegar mistekst það með þeim afleiðingum að Wade sleppur, drepur Psycho-Man og alla þá sem eru á geðveikrahælinu. Eftir þessa meðferð hjá Psycho-Man fer Wade að heyra rödd sem veitir honum þá hugljómun hvernig hægt sé að laga heiminn. Það þarf einfaldlega að drepa allar ofurhetjur í heiminum og óvini þeirra.

Listastíllinn í bókunum stendur ekkert sérstaklega upp úr, hann er alls ekki lélegur en langt frá því að vera nógu drungalegur til að passa við þema sögunnar. Sagan er mjög þjöppuð saman og gefur lítið pláss fyrir annað en það sem titill sögunnar segir til um. Samtöl milli persóna eru frekar þurr og það er ekki beint hægt að segja að sagan sé vel skrifuð. Sem er alveg skiljanlegt, sagan snýst ekki um að Wade ætli að tala hetjurnar til dauða. Aðferðirnar sem hann notar til þess að drepa hetjurnar eru mjög grófar og á einu tímabili alveg drepfyndið. Það er mjög óhætt að segja að Wade brýtur svo sannarlega fjórða veginn á nýstárlegan hátt, sem mun fá mann til að brosa.

Eftir þessar fjórar bækur heldur Wade áfram þessari slátrun sinni í seríunni Deadpool: Killustrated. Þar hefur hann komist inn í aðra veröld, veröld sem kallast Ideaverse. Það er heimur sem inniheldur persónur sem hafa verið innblástur fyrir margar hetjur Marvel heimsins. Því ætti kannski Deathstroke að fara passa sig. Rob Liefeld, sá sem skapaði Deadpool, var mikill aðdáandi Teen Titans og þegar hann sýndi Fabian Nicieaze hugmyndina um Deadpool benti Nicieza á að þetta væri nákvæmlega eins og Deathstroke. Það var svo Nicieza sem gaf Deadpool nafnið Wade Wilson sem grín til að sýna að hann væri í raun skyldur Slade Wilson, Deathstroke.

Þessi saga er týpísk Deadpool saga, mikill hasar og þau samskipti sem hann á við aðra er annað hvort geðveikin að skína í gegn eða hann að segja brandara. Samt er Wade alvarlegri, virðist vera einbeittari og gengur beinna til verks. Þetta er fínasta lesefni en langt frá því að vera fullkomið. Þrátt fyrir það tókst þeim sem skrifaði söguna að koma með óvænta endingu, en það er eitthvað sem fylgir sjaldan sögum af málaliðanum með munninn.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑