Opnum Switch 2 kassann
Daníel Rósinkrans, okkar helsti Nintendo sérfræðingur, var meðal þeirra sem mætti á miðnæturopnun Ormsson til að vera með þeim fyrstu á Íslandi til að eignast Switch 2, nýjustu leikjatölvu Nintendo. Í þessu myndbandi fylgjumst við með honum opna kassann og fara yfir þá hluti sem er að finna í kassanum, þar á meðal tölvuna sjálfa og Joy-Con 2 fjarstýringarnar.