Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Íslenski tölvuleikurinn NUTS vekur athygli erlendis
    Fréttir

    Íslenski tölvuleikurinn NUTS vekur athygli erlendis

    Höf. Bjarki Þór Jónsson30. nóvember 2021Uppfært:30. nóvember 2021Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Íslenski tölvuleikurinn NUTS kom í verslanir fyrr á árinu og er nú fáanlegur á Apple Arcade, PC og Nintendo Switch. Leikurinn var fyrst gefinn út í desember í fyrra á Apple Arcade og 4. febrúar síðastliðinn kom leikurinn út á Nintendo Switch og PC. Hægt að nálgast PC útgáfu leiksins á Steam, Humble Store og itch.io. NUTS var fjármagnaður af Apple Arcade og gefinn út af Noodlecake sem hefur einnig gefið út leikina Alto’s Odyssey, Golf Blitz og Getting Over It with Bennett Foddy.

    NUTS er fyrstu persónu ráðgátuleikur sem gerist í fjarlægum skógi. Þú færð það verkefni í hendurnar að njósna um íkorna í skóginum og skrá niður ferðir þeirra og þínar uppgötvanir.

    NUTS er fyrstu persónu ráðgátuleikur sem gerist í fjarlægum skógi. Þú færð það verkefni í hendurnar að njósna um íkorna í skóginum og skrá niður ferðir þeirra og þínar uppgötvanir. Til þess þarftu aðgang að hjólhýsi, GPS staðsetningartæki og kort til að skipuleggja ferðir þínar um skóginn. Á daginn notar þú tímann til að skipuleggja hvar þú ætlar að staðsetja eftirlitsmyndavélarnar þínar og þegar myrkrið skellur á fylgist þú með ferðum íkornanna og kannar einkennilega hegðun þeirra – sem kunna að vekja upp allskonar spurningar.

    Það sem er einkennandi fyrir leikinn strax í upphafi er útlitið á honum. Leikurinn er baðaður í litapallettu leiksins sem inniheldur heldur fáa tóna sem flestir eru mjúkir og róandi.

    Leikurinn er framleiddur af fimm manna teymi á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir, og er nú þegar farinn að skila hagnaði.

    Leikurinn er framleiddur af fimm manna teymi á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir, og er nú þegar farinn að skila hagnaði. Stjórn verkefnisins fór fram hér á landi en verkefnið var leitt af Jonatan Van Hove (Joon) sem er sjálfstætt starfandi leikjahönnuður sem er kvæntur listakonunni Marínu Björt og hefur búið á Íslandi frá því 2016. Joon hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, þar á meðal Isle of Games, og sá hann um hönnun og þróun leiksins (design and development). Ásamt Joon eru í teyminu Torfi Ásgeirsson, Pol Clarissou, Almut Shwacke og Charlene Putney. Torfi sér um borðahönnun (level design) í NUTS en hann hefur einnig komið að gerð símaleikjanna Out of the Loop og Triple Agent og var sá síðarnefndi meðal annars tilnefndur til verðlauna á Nordic Game ráðstefnunni árið 2017.

    Á meðal þess sem kveikti hugmyndina hjá Joon var myndband Náttúruverndar af Guðmundi Páli Ólafssyni, ljósmyndara. Myndbandið sýnir hann rífa blaðsíður úr ljósmyndabók til þess að minna á hve mikið af hálendinu hefur horfið eða er í hættu á að hverfa undir lón í kjölfar virkjanaframkvæmda.

    Leikurinn hefur almennt verið að fá mjög góðar viðtökur en hefur siglt undir radarinn hjá mörgum. NUTS fær til að mynda mjög jákvæða dóma (Very Positive) á Steam leikjaveitunni eftir að næstum 300 spilarar hafa gefið leiknum einkunn. NUTS var verðlaunaður fyrir bestu sjónlistina (Best Visual Arts) á BITBANG 2021 og fyrir bestu hljóðhönnun (Best Audio Design Award) á Indiecade 2020 og hefur ´leikurinn verið tilnefndur til fleirri verðlauna.

    NUTS var verðlaunaður fyrir bestu sjónlistina (Best Visual Arts) á BITBANG 2021 og fyrir bestu hljóðhönnun (Best Audio Design Award) á Indiecade 2020 og hefur ´leikurinn verið tilnefndur til fleirri verðlauna.

    Á þessum árstíma skrifa fréttamiðlar mikið um hvaða leikir, sem komu út á árinu sem er að líða, eiga skilið að hljóta titilinn „Leikur ársins“ (Game of the Year). Andy Robinson, fréttamaður hjá Forbes, skrifaði nýlega grein sem birtist á Forbes.com um leikinn og hvers vegna honum finnst að NUTS eigi skilið þennan merka titil í flokki fjölskylduleikja. Umfjallanir um leikinn hafa einnig birtst á PC Gamer, Wired og fleiri stöðum.


    Leikjaklúbbur Leikjavarpsins valdi tölvuleikinn NUTS til að spila og við hvetjum sem flesta til að spila með okkur og deila sínu áliti á leiknum með okkur (til dæmis með því að senda okkur skilaboð á Instagram). Fjallað verður nánar um leikinn í næsta þætti Leikjavarpsins í desember.

    Joon NUTS Torfi Ásgeirsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #34 – Cyberpunk 2077, Just Dance 2022 og The Game Awards tilnefningar
    Næsta færsla Íslenskt leikjadjamm í tvær vikur
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.