Leikjavarpið

Birt þann 29. nóvember, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #34 – Cyberpunk 2077, Just Dance 2022 og The Game Awards tilnefningar

Tölvuleikjanördar Nörd Norðursins fara um víðan völl í þrítugasta og fjórða þætti Leikjavarpsins. Farið er yfir þá tölvuleiki sem tilnefndir til The Game Awards, Cyberpunk 2077 er skoðaður (aftur), farið er yfir hvaða leiki strákarnir keyptu á Black Friday tilboðum, dansskórnir dregnir fram í Just Dance 2022, rætt um Battlefield 2042, Halo Infinite og Kena: Bridge of Spirits og margt fleira.

Leikirnir á The Game Awards

Í þættinum er farið yfir helstu tilnefningar til The Game Awards verðlaunanna sem fara fram á miðnætti þann 10. desember að íslenskum tíma. Daníel Rósinkrans leiðir hlustendur í gegnum helstu tilnefningarnar í ár. Margir vel þekktir stórleikir eru tilnefndir og má þar meðal annars nefna Deathloop, Guardians of the Galaxy, Ratchet & Clank: Rift Apart og Resident Evil Village. Auk þess er fjöldi minni leikja tilnefndir eins og til dæmis Kena: Bridge of Spirits, 12 Minutes og Death’s Door.

Daði Freyr með í Just Dance 2022

Just Dance dansleikjaserían hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og í upphafi mánaðar kom nýjasti Just Dance leikurinn út, Just Dance 2022. Í leikjunum eiga spilarar að herma eftir dönsum sem birtast á skjánum við undirspil vel þekktra laga. Á lagalista Just Dance 2022 er að finna lögin Build A B**** með Bella Poarch, Chandelier með Sia og Mr. Blue Sky með Electric Light Orchestra. Lagið Think About Things með Daða Frey og Gagnamagninu er einnig á listanum og fer Bjarki Þór í dansskóna og rýnir í leikinn í þættinum.

Battlefield 2042 og Cyberpunk 2077 þurfa bót og betrun

Í þrítugasta þætti Leikjavarpsins var fjallað um Battlefield 2042, Sveinn Aðalsteinn skoðar leikinn nánar í þessum þætti. Mikil eftirvænting ríkti í tölvuleikjasamfélaginu eftir leiknum en því miður virðist leikurinn vera að kljást við ýmiskonar tæknileg vandamál sem vonandi verða uppfærð sem fyrst. Annar leikur sem glímt hefur við erfiðleika er Cyberpunk 2077 en ár er liðið frá útgáfu leiksins. Steinar Logi kíkti á leikinn fyrir okkur og segir okkur frá því hvernig leikurinn keyrir á PlayStation 5 eftir allar þær uppfærslur sem leikurinn hefur fengið frá útgáfudegi

Kleinuhringir og hnetur í Leikjaklúbbnum

Leikjaklúbburinn er fastur dagskrárliður í Leikjavarpinu. Í hverjum þætti er nýr leikur kynntur til sögunna og eiga nördarnir að spila þann leik fyrir næsta þátt og segja sína skoðun á leiknum, hlustendur eru einnig hvattir til að spila leikinn og taka þátt í umræðunum. Í seinasta þætti valdi Daníel Páll leikinn Donut County og fjallar hann um leikinn sem tengist meðal annars þvottabjörnum, holum og kleinuhringjum á afar einkennilegan en skemmtilegan hátt. Leikurinn NUTS er næsti leikur Leikjaklúbbsins en í honum eiga spilarar að rannsaka einkennilega hegðun íkorna í skóginum. Til gamans má geta þá er leikurinn að hluta til íslenskur þar sem Joon Van Hove, sjálfstætt starfandi leikjahönnuður sem er búsettur á Íslandi sá um hönnun og þróun leiksins og Torfi Ásgeirsson um borðahönnun (level design).

Efni þáttar:

  • Leikir í spilun – Hvað hafa nördarnir verið að spila sl. daga?
  • The Game Awards tilnefningar – Helstu tilnefningar
  • Cyberpunk 2077 – Ári eftir útgáfu á PS5
  • Hvaða leikir voru keyptir á Black Friday?
  • Kena: Bridge of Spirits, framhald á gagnrýni
  • Just Dance 2022 umfjöllun og gagnrýni
  • Battlfield 2042 – Staðan á leiknum í dag
  • Halo Infinite – Fyrstu hughrif
  • Leikjaklúbburinn – Donut County og NUTS

Mynd (myndblanda):
Cyberpunk 2077 (CD Projekt),
Kena: Bridge of Spirits (Ember Lab) og
Just Dance 2022 (Ubisoft)

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑