Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Verðkönnun: Hvað kosta PS5 leikir á Íslandi?
    Fréttir

    Verðkönnun: Hvað kosta PS5 leikir á Íslandi?

    Höf. Bjarki Þór Jónsson18. nóvember 2020Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Við höldum áfram með PS5 verðkönnun okkar að tilefni útgáfu PlayStation 5 leikjatölvunnar sem kemur í verslanir þann 19. nóvember næstkomandi.

    Í seinustu viku bárum við saman verð á aukahlutum fyrir PlayStation 5 og í þetta sinn ætlum við að bera saman verð á völdum PS5 tölvuleikjatitlum: Assassin’s Creed: Valhalla, Sackboy: A Big Adventure, Spider-Man: Miles Morales og Demon’s Souls.

    Uppgefin verð á áðurnefndum leikjum í vefverslun Elko, Gamestöðvarinnar og Kids Coolshop voru skoðuð þann 16. nóvember 2020. Tekið er fram á heimasíðu Kids Coolshop að ef leikurinn er ekki til á lager á Íslandi þarf viðskiptavinur mögulega að bíða í nokkra daga eftir pöntun. Leikjaverð var einnig skoðað á íslensku, bresku og norður-amerísku PlayStation Store netversluninni. Með því að versla leik á PlayStation Store fær viðskiptavinurinn stafræna útgáfu (digital edition) af leikjunum á meðan þeir sem versla í Elko, Gamestöðinni eða Kids Coolshop fá diskaútgáfu.

    verð í ISKElkoGamestöðinKids Coolshop
    AC: Valhalla12.99512.9999.799
    Sackboy11.99511.99911.999
    Spider-Man: MM10.9959.99912.999
    Demon’s Souls12.99512.99912.999

    Mismikill verðmunur er á tölvuleikjunum. Lítill sem enginn verðmunur er á Sackboy og Demon’s Souls milli verslana en um 3.000 kr. verðmunur er á Assasin’s Creed: Valhalla og Spider-Man: Miles Morales.

    Þegar verðin á PlayStation Store eru borin saman skiptir gengi krónunnar gegn öðrum gjaldmiðlum miklu máli þar sem Evra er notuð í íslensku versluninni, bresk pund í þeirri bresku og Bandaríkjadali í norður-amerísku versluninni.

    verð í ISKPS Store (IS)PS Store (UK)PS Store (US)
    AC: Valhalla11.32910.8238.210
    Sackboy11.32910.8238.210
    Spider-Man: MM9.7109.0196.841
    Demon’s Souls12.94712.6289.578

    Verðið í norður-amerísku PlayStation Store versluninni er áberandi lægra en í þeirri bresku og íslensku. Verðið getur þó breyst eftir fylkjum í Bandaríkjunum þar sem misháir skattar og gjöld bætast við verðið. Lítill fugl hvíslaði því að okkur að í Oregon-fylki og Delaware þarf yfirleitt ekki að borga neinn skatt af þessum vörum.

    Áhugavert er að sjá að diskaútgáfan er álíka dýr og stafræna útgáfan af leikjunum þegar litið er til markaðarins á Íslandi, það er að segja íslenskra verslana og íslenska PlayStation Store.

    Gengi krónunnar er þannig í dag að hagstæðast er að kaupa leiki í gegnum norður-amerísku PlayStation Store. Þegar þessi samantekt var gerð var skráð gengi eftirfarandi: Ein Evra jafngildir 161,86 krónum, eitt breskt pund jafngildir 180,42 krónum og einn Bandaríkjadalur samsvarar 136,85 kr.

    elko gamestöðin Kids CoolShop playstation store PS5 leikir verðkönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis
    Næsta færsla Leikjavarpið #17 – Víkingar, köngulær og PS5
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.