Bíó og TV

Birt þann 27. maí, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Game of Thrones viskíflöskurnar fást í fríhöfninni

í tilefni þess að áttunda og seinasta sería Game of Thrones sjónvarpsþáttanna hóf göngu sína fyrr á árinu ákvað sjónvarpsrisinn HBO í samstarfi við valda skoska viskíframleiðendur að gefa út sérmerkt Game of Thrones viskíflöskusafn í takmörkuðu upplagi. Flöskurnar eru myndskreyttar valdaættunum sjö (Seven Kingdoms) í Game of Thrones þar sem hver ætt er með sína flösku, ættirnar sjö eru; Tyrell, Baratheon, Targaryen, Lannister, Greyjoy, Tully og Stark. Night Watch fær líka sérmerkta flösku og auk þess hefur Johnnie Walker viskíframleiðandinn gefið út sérstaka White Walker flösku.

Viskísafnið samanstendur því alls af níu flöskum ef White Walker flaskan er tekin með. Flöskurnar eru ekki fáanlegar í vínbúðum hér á landi en samkvæmt heimasíðu dutyfree.is eru sex flöskur úr þessu viskísafni til í fríhöfninni, það eru flöskurnar Greyjoy, Tully, Baratheon, Lannister, Stark og Tyrell. Hver flaska inniheldur 70cl af viskí og reiknast ein flaska sem 2,8 einingar (en hámarks tollfríðindi eru 6 einingar af áfengi per ferðamann). Flöskurnar innihalda mismunandi viskí og eru misdýrar en hér fyrir neðan er hægt að sjá verðið á flöskunum í fríhöfninni og hverskonar viskí er í flöskunum.

  • Game of Thrones House Tully – Singleton of Glendullan Select
  • Game of Thrones House Stark – Dalwhinnie Winter’s Frost
  • Game of Thrones House Targaryen – Cardhu Gold Reserve
  • Game of Thrones House Lannister – Lagavulin 9 ára
  • Game of Thrones House Greyjoy – Talisker Select Reserve
  • Game of Thrones House Baratheon – Royal Lochnagar 12 ára
  • Game of Thrones House Tyrell – Clynelish Reserve
  • Game of Thrones The Night’s Watch – Oban Bay Reserve

Mynd: Amazon

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑