Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Greinar»Spilaárið 2017 gert upp
    Greinar

    Spilaárið 2017 gert upp

    Höf. Magnús Gunnlaugsson19. janúar 2018Uppfært:19. janúar 2018Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er mjög vinsælt að gera topplista í lok hvers árs og fólk keppist við að tala um hvað þeim þótti vera best á nýliðnu ári. Ég skil það mjög vel og það er oft góð leið fyrir fólk að uppgötva eitthvað sem hugsanlega fór framhjá þeim hvort sem um ræðir sjónvarpsþættir, kvikmyndir, tónlist eða borðspil. Í þessari grein kem ég þó hinsvegar ekki til með útlista mitt mat á bestu spilunum sem komu út árið 2017 einfaldlega vegna þeirrar ástæðu að ég hef ekki spilað nógu mörg spil sem komu út á árinu. Í staðinn langar mig að sýna ykkur nokkrar myndir og segja ykkur frá ýmsum tölulegum upplýsingum sem ég hef viðað að mér. 

    Ég setti mér það markmið að spila 10 spil 10 sinnum á árinu og notaði til þess notaði ég smáforritið BG-Stats en það leyfir mér að halda utanum allar mínar spilanir, hvar, hvenær og með hverjum.

    Ég ætla að stikla á stóru og leyfa svo myndunum að tala sínu máli og í lokin sést hvernig tókst til með markmiðið og hver markmiðin fyrir 2018 séu.

    • 180 – Fjöldi skráðra spilana yfir árið.
    • 52 –  mismunandi spil eða akkúrat eitt nýtt spil á viku
    • 20 –  Staðir sem ég spilaði á m.a í New York borg, á Hofsósi og Kaffi Flóru í Laugardalnum
    • 70 – Fjöldi einstaklinga sem ég spilaði með en sjö helstu spilafélagar mínir eru með á bilinu 20-45 skráðar spilanir hver
    • 34% – Vinningshlutfallið af þessum 180 spilunum, klárlega eitthvað sem ég þarf að bæta.
    • 2 – Fjöldi þátta af Kind fyrir Korn hlaðvarpsþætti sem fóru í loftið.
    • 23 – Færslur sem birtust eftir mig hér á Nördinu.
    • Fimm mest spiluðu spilin á síðasta ári voru í eftirfarandi röð:
      1. Parade – 24 skipti
      2. Arkham Horror:LCG – 19 skipti
      3. Pandemic Legacy: Season 1 – 19 skipti
      4. Kingdom Builder – 18 skipti
      5. The Manhattan Project: Energy Empire – 7 skipti
    Þessi blóm planta sér ekki sjálf
    Fékk Parade og náttföt á bóndadaginn
    Prófaði Android:Netrunner
    Manhattan Project: Energy Empire
    Parade spilað á Skúla – Craft Bar
    Broken Token insert fyrir Arkham Horror:LCG
    Alchemist – steikir í þér heilann
    Gott nasl er nauðsynlegt á einstaka spilakvöldum
    Orléans, Trade & Intrigue viðbótin er nauðsynleg
    Rommý með mömmu.
    Kingdom builder með kærustunni og foreldrum mínum
    Meira af Cottage Garden
    This War of Mine – Átakanlegt spil
    Alltaf til í leik af Suburbia
    Kleó að læra Castles of Burgundy með mér
    Century Spice Road – lét mér nægja tvær spilanir
    Kotra, skil vel að þetta spil hafi staðist tímans tönn.
    4-5 er besti spilafjöldinn að mínu mati. Ég hinsvegar spila mjög lítið einn.
    Laugardagar og Sunnudagar eru vinsælustu spiladagarnir. Dreifingin er samt nokkuð jöfn

     

    Einsog sést tókst mér því miður ekki að klára 10×10 áskorunina fyrir árið 2017. Ég var kominn langleiðina með að klára þetta í upphafi Nóvember mánaðar en þá einhvernveginn stoppaði allt saman. Þetta var mjög krefjandi áskorun en gaf mér góða tilfinningu fyrir því hvaða spil ég og vinir mínir höfum sérstaklega gaman að því að spila og hvað okkur líkar síður við. Það er svo skemmtileg tilviljun að fjögur af þeim fimm spilum sem ég hef spilað hvað mest hafa fengið sínar umfjallanir hér á Nörd Norðursins.

    Áhugi minn á spilum hefur aukist jafnt og þétt og hef ég reynt að gera mitt besta til að kynna spil sem frábæra og skemmtilega dægradvöl. Ég var svo heppinn að fá að starfa tímabundið í Nexus yfir mestu jólaönnina og leiðbeina fólki við val á spilum ýmist handa sjálfum sér eða sem gjöf. Mér fannst gaman að geta miðlað af eigin reynslu og heyra þakkirnar frá fólki sem var skiljanlega ráðvillt  því spil þarf að velja af kostgæfni og það skiptir öllu máli að spilið hæfi þekkingu og áhugasviði þess sem eignast spilið.

    Markmið 2018

    Ég setti mér tvennskonar markmið fyrir árið 2018. Í stað þess að spila tíu spil tíu sinnum ætla ég stytta það markmið og spila tíu spil fimm sinnum en bæta við annarri áskorun í staðinn sem er að spila a.m.k 50 ný spil á þessu ári. Listarnir eru þó ekki fullkláraðir þar sem ekki er búið að velja öll spilin á 10×5 listann og nýju spilunum verður svo bara bætt eftir því sem þau týnast í sarpinn. 

    Að lokum langar mig að þakka ykkur lesendum fyrir að lesa greinarnar og/eða hlusta á hlaðvarpið Kind fyrir Korn.  Svo langar mig einnig endilega að vita hver ykkar markmið fyrir 2018 eru og hvað stóð uppúr á árinu 2017 að ykkar mati?

    2017 BG Stats H.P. Lovecraft Kingdom Builder Pandemic Parade
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMest lesið árið 2017
    Næsta færsla Nintendo Labo – nýr Switch viðauki úr pappa
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.