Fréttir

Birt þann 13. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

E3 2017: Kirby og Yoshi leikir væntanlegir 2018

Nintendo einblíndu fyrst og fremst á leiki sem eru væntanlegir þetta árið. Aðrir titlar sem koma út síðar fengu hins vegar að fljóta með með nýjum stiklum.
Kirby aðdáendur, sem og Yoshi, hafa eitthvað til að hlakka til. Á næsta ári kemur út nýr Kirby titill fyrir Nintendo Switch sem gerir spilurum kleift að spila allt að fjórir saman í gegnum samspilun.

Yoshi fékk einnig örlitla athygli með nýrri stiklu. Leikurinn skartar mjög skemmtilegum stíl sem gerir framleiðendum kleift að vinna með hvert borð á mjög einkennilega hátt. Yoshi er væntanlegur síðar á næsta ári.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

KIRBY

 

YOSHI

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑