Fréttir

Birt þann 16. apríl, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Væntanlegir leikir á Nintendo 3DS

Nintendo héldu hina reglulegu Nintendo Direct kynningu þann 12. apríl síðastliðinn þar sem þeir kynntu hvað væri á döfinni hjá fyrirtækinu. Að þessu sinni byrjaði kynningin á Nintendo 3DS lófatölvunni og leikjum sem eru væntanlegir fyrir hana. Það er greinilegt að þeir séu að senda skýr skilaboð um að tölvan verði áfram full af fjöri líkt og Nintendo Switch leikjatölvan.

Eftirfarandi leikir voru kynntir og eru væntanlegir á Nintendo 3DS:

 • Hey Pikmin! – væntanlegur 28. júlí ásamt nýju Pikmin amiibo leikfangi.
 • Ever Oasis – væntanlegur 23. júlí.
 • Monster Hunter Stories – væntanlegur í haust.
 • Yokai Watch 2: Psychic Specters – væntanlegur í haust.
 • Culdcept Revolt – væntanlegur 29. ágúst.
 • RPG Maker FES – væntanlegur 27. júlí fyrir 3DS.
 • Miitopia – væntanlegur 2017, hlutverkaleikur sem gengur út að notast við Mii persónur í lítið ævintýri.
 • Bye-Bey BoxBoy – nú þegar fáanlegur í gegnum eShop verslun 3DS.
 • Kirby Clash Deluxe – fáanlegur á eShop, fjölspilunarleikur sem verður frír til að byrja með.
 • Kirby’s Blout Blast – einspilunar leikur sem er væntanlegur fyrir eShop í sumar.
 • Ónefndur Kirby titill – væntanlegur 2017, nóg að gera hjá Kirby þetta árið.
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑