Fréttir

Birt þann 19. apríl, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

StarCraft er nú faánlegur frítt

Upprunalega útgáfan af StarCraft og Brood War aukapakkinn eru nú fáanlegir á heimasíðu leiksins frítt.

Leikirnir hafa verið aðgengilegir á vefsíðu Blizzard, Battle.net, gegn vægu gjaldi í langan tíma. Líklega er um að ræða nokkurs konar auglýsingu fyrir endurbættu útgáfuna sem er væntanleg í sumar.

Þeir sem hafa ekki kynnst þessari snilld hingað til ættu hiklaust að kíkja á StarCraft seríuna, sérstaklega þar sem það kostar ekkert.

Hægt er að sækja leikinn fyrir bæði PC og Mac hérna.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑