Fréttir

Birt þann 19. apríl, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Nintendo gefur út SNES Classic Mini

Ef marka má nýjustu fregnir bendir margt til þess að Nintendo ætli sér að gefa út SNES Classic Mini síðar á þessu ári.

Þetta kemur mörgum í opna skjöldu þar sem þeir hafa nýlega tilkynnt að þeir ætli ekki að framleiða fleiri eintök af NES Classic Mini. Auk þess hefur þeim gengið mjög illa að anna eftirspurn, eða alveg frá því að hún var gefin út í nóvember í fyrra.

Reynist þetta rétt allt saman verður fróðlegt að sjá hvert stefnir hjá Nintendo í Mini útgáfunum. Nintendo ætluðu sér aldrei að framleiða NES Mini nema í ákveðinn tíma, SNES útgáfan gæti verið útskýringin á því öllu saman.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑