Fréttir

Birt þann 8. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nýtt 16 mínútna sýnishorn úr Shadow of War

Í dag var birt nýtt sýnishorn úr Middle-Earth: Shadow of War, framhaldið Middle-earth: Shadow of Mordor, sem náði að heilla okkur nördana uppúr skónum með því að bjóða uppá virkilega vandaðan ævintýraheim sem byggir á söguheimi J.R.R. Tolkiens, ásamt skemmtilegri útfærslu á bardagakerfi og valdakerfi óvina. Hægt er að lesa gagnrýnina okkar á Middle-earth: Shadow of Mordor frá árinu 2014 hér.

Í sýnishorninu sjáum við hvernig bardagakerfi leiksins virkar og uppá hvaða nýjungar leikurinn hefur að bjóða. Meðal annars verður hægt að fljúga um svæði á baki dreka sem spúir eldi. Sýnishornið er úr alfa-útgáfu leiksins sem þýðir að leikurinn er enn á vinnslustigi.

Middle-Earth: Shadow of War er væntanlegur í verslanir þann 25. ágúst á þessu ári á PC, PS4 og Xbox One.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑