Fréttir

Birt þann 14. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: God of War serían endurræst

Ný stikla kom frá Santa Monica Studio sem sýnir eldri og rólegri Kratos á veiðum með syni sínum. Leikurinn sem  heitir einfaldlega God of War (einkennilegt nafn þar sem þetta virðist ekki vera endurgerð af fyrsta leiknum) og virkar öðruvísi en fyrri leikir. Heimurinn er mun opnari og maður fær reynslustig fyrir að uppgötva nýja staði, það er spurning hvort við séum að fá God of War í Skyrim heimi en bardagaatriðin í stiklunni eru samt eins og beint úr þessum klassísku GoW bardögum þannig að það lofar góðu. Samband Kratos og sonarins er mjög eftirtektarvert og bendir til breyttra áherslna.

Enginn útgáfudagur er kominn ennþá og kemur út á PS4.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑