Fréttir

Birt þann 14. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: Inside, nýr leikur frá teyminu á bak við Limbo

Á Microsoft ráðstefnunni var sýnd smá stikla fyrir leikinn Inside, framleitt af Playdead, sem vakti enga sérstaka athygli enda gefur stiklan nánast ekkert upp eins og sjá má að neðan. Sá sem talaði á eftir sagði samt að þetta væri alveg einstakur leikur, einn besti sem hann hafði spilað. Maður hefur heyrt það sama frá gagnrýnendum, t.d. Kotaku og IGN, og þeir lýsa þessu sem alveg einstakri spilaupplifun en þeir mega ekki gefa honum einkunn ennþá né fjalla um hann í smáatriðum. Þetta er svona leikur sem virðist vera betri, því minna sem maður veit um hann sem er líklega ástæðan fyrir minna „hype“ en maður hefði búist við af liðinu á bak við Limbo.

Inside kemur út 29. júní á Xbox one og 7. júlí á Windows.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑