Bíó og TV

Birt þann 9. maí, 2016 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Nýjar myndir birtar úr Assassin’s Creed kvikmyndinni

Kvikymyndavefsíðan Comingsoon.net birti nýlega nýjar myndir úr kvikmyndinni Assassin’s Creed sem sækir innblástur á samnefndum tölvuleikjum.

Þar bregður Micheal Fassbender sér í hlutverk Callum Lynch sem kemst að því, í gegnum byltingarkennda genatækni, að forfaðir hans, Aguilar, var hluti af dularfullu leynisamfélagi sem kölluðu sig „The Assassins“. Í gegnum þessa genatækni fær Lynch (Fassbender) aðgang að minningum og hæfileikum Aguilar sem var uppá 15. öld á Spáni og nýtir þá til að berjast gegn kúgun og yfirgangi Templara í okkar samtíma.

Auk Fassbender má finna Marion Cotillard (The Dark Knight Rises, Inception), Michael K. Williams (The Wire), Jeremy Irons (The Borgias) og Brendan Gleeson (Edge of Tomorrow). Justin Kurrzel (Macbeth) sér um leikstjórn.

Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 21. desember 2016.

Eru þið spennt fyrir Assassin’s Creed? Látið okkur vita hvað ykkur finnst í kommentum hér að neðan.

assassin-creed-kvikmynd_02

 

assassin-creed-kvikmynd_03

 

assassin-creed-kvikmynd_01

 

assassin-creed-kvikmynd_05

 

assassin-creed-kvikmynd_04

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑