Birt þann 24. apríl, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson
Fyrstu hughrif: Project Arena
Við fjölluðum stuttlega um Project Arena, sýndarveruleikur (VR) sem er á byrjunarstigi frá CCP fyrir stuttu.
Okkur tókst að fá aðgang til að prufa leikinn og það verður að segjast að hann kom mjög á óvart. Eins og búið var að tala um áður að leikurinn lítur ekki út fyrir að það sé mikil spenna í gangi þá gjörbreytist það þegar búið er að smella á sig Oculus Rift, grípa fjarstýringarnar og hverfa inn í heim sýndarveruleikans.
Fyrst er farið með mann í gegnum stutta kynningu á stjórntækjunum, þú og andstæðingur samþykkja að byrja leikinn og þá byrjar gamanið. Þar sem diskurinn sem þú notar til að kasta í andstæðinginn er líka skjöldurinn þinn þá þarftu að vera viss um að þú sért í öruggri stöðu áður en þú kastar disknum. Því það er mikið um að það þurfi að hreyfa sig til að forðast óvina diskinn og að reyna að hlífa sér fyrir honum með disknum sínum.
Það verður klárlega gaman að sjá hvernig þessi leikur mun þróast og hvaða viðbætur eiga eftir að koma. Ef þú hefur tækifæri á að prófa Project Arena, þá mæli ég með að það sé gert sem fyrst!