Fréttir

Birt þann 4. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Demon Lab sigurlið Game Creator 2015

Sigurvegarar Game Creator 2015 voru tilkynntir um helgina í Háskólanum í Reykjavík. Yfir 60 manns tóku þátt í fjórum vinnustofum sem IGI bauð upp á á keppnistímabilinu. Vinnustofur og fyrirlestrar tengdir Game Creator eru aðgengilegir á YouTube rás IGI.

 

Leikirnir sem tóku þátt í Game Creator 2015 voru: 

  • Tiny Knight frá Demon Lab [sýnishorn á YT]
  • Timestopper frá CodeBros
  • King Mango frá MPW Studio [sýnishorn á YT]
  • Video Games Are Hard frá Making Play [heimasíða VGAH]
  • Nega-Blast frá Cosmosis
  • Swap frá FlowerPower [sýnishorn á YT]
  • Polymorph frá Daz Team [sýnishorn á YT]
  • Birth of a Star Empire frá Drifting Mind Studio
  • BlockBuster frá Dead End Games
  • Fungi Forest frá Megafungus

 

Það var þrívíddar ævintýraleikurinn Tiny Knight frá Demon Lab (Hrafn Orri Hrafnkelsson, Valdimar Jónsson og Egill Örn Sigurjónsson) sem hlaut sigursætið í Game Creator 2015, en það voru samtals 10 leikir sem börðust um titilinn í ár. Dómnefnd minntist sérstaklega á nokkra leiki sem þóttu skara fram úr á eftirtöldum sviðum; Video Games Are Hard fyrir listrænt afrek (artistic achievement), Nega-Blast fyrir nýjungar (most innovative game) og Polymorph fyrir mestan innblástur (most inspiring game).

 

Tiny Knight frá Demon Lab

 

Hér má sjá stutt brot úr þeim 10 leikjum sem tóku þátt í keppninni í ár.

Við óskum Demon Lab til hamingju með sigurinn!

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑