Fréttir

Birt þann 31. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Aaru’s Awakening á PS3 og PS4 þann 7. apríl – Ókeypis fyrir PS+ áskrifendur

Hinn hraði handteiknaði 2D ævintýra- og þrautaleikur, Aaru’s Awakening, frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games er væntanlegur á PSN verslunina fyrir PS3 og PS4 þriðjudaginn 7. apríl næstkomandi. Leikurinn hefur verið í þróun frá árinu 2012 og var gefinn út í gegnum Steam (PC) síðastliðinn febrúar og birtist fyrir mistök á PSN fljótlega þar á eftir.

Ekki nóg með það, heldur verður leikurinn ókeypis fyrir PS+ áskrifendur í apríl ásamt leiknum Tower of Guns (PS4, PS3), Never Alone (PS4), Dishonored (PS3), Killzone Mercenary (PS Vita) og MonsterBag (PS Vita). Leiknum er lýst á eftirfarandi hátt á PlayStation blogginu:

What started as a school project for a team of students in Iceland is now a gorgeous platformer about navigating treacherous terrain with well-timed teleports.

Við nördarnir spiluðum leikinn. Smelltu hér til að lesa leikjarýnina okkar.

Bætt við 7. apríl kl. 13:55: Leikurinn kemur 7. apríl í Bandaríkjunum en 8. apríl í Evrópu.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑