Fréttir

Birt þann 15. júlí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Street Fighter II Íslandsmeistarmót á Fredda 19. júní

Gömlu leikirnir fá svo sannarlega að njóta sín á Fredda, en frá því að spilakassasalur Fredda opnaði í fyrra hafa reglulega verið haldin Íslandsmeistaramót í gömlum og klassískum leikjum, þar á meðal í Pac-Man og The Addams Family kúluspilinu. Nú er komið að Street Fighter. Hadouken!

Keppt verður í Street Fighter II: The World Warrior á Fredda (Ingólfsstræti 2) sunnudaginn 19. júlí kl. 16:00. Þátttökugjald er 500 kr. og verða þrjú efstu sætin verðlaunuð; vinnigshafinn fær 15.000 kr í klinki á meðan 2.-3. sætið fá inneign á Fredda.

Til að skrá sig til leiks er hægt að senda þeim á Fredda skilaboð á Facebook eða kíkja til þeirra á Ingólfsstræti.

Skoða viðburðinn á Facebook

 

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑