Fréttir

Birt þann 14. apríl, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslandsmeistaramót í The Addams Family Pinball á Fredda

Freddi heldur áfram að gera góða hluti með því að blása nýju lífi í gömlu góðu spilakassana. Freddi hefur m.a. haldið Íslandsmeistaramót í Pac-Man og Donkey Kong. Næst komandi fimmtudaginn, 16. apríl, er röðin komin að hinum epíska Addams Family pinball-kassa frá árinu 1992.

Vinnigshafi mótsins fær 15.000 kr. í klinki. Í aukaverðlaun eru afnot af PlayStation eða Nintendo herberinu á Fredda sem rúmar allt að fjóra spilara. Það kostar listar 500 kr. að taka þátt og fær hver þáttakandi þrjár kúlur.

Skráning fer fram á Fredda í Ingólfsstræti og netfanginu freddi@freddi.is.

Skoða viðburðinn á Facebook

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑