Fréttir

Birt þann 24. nóvember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndband CCP skekur tölvuleikjaiðnaðinn

Ástríða spilara tölvuleiksins EVE Online er í aðalhlutverki í nýju myndbandi sem íslenski leikjaframleiðandinn CCP sendi frá sér um helgina. Myndbandið hefur þegar vakið mikla athygli, innan og utan leikjaiðnaðarins, fyrir frumlega framsetningu og að setja spilara tölvuleiks í aðalhutverk frekar en leikinn sjálfan. Útgáfa myndbandsins fylgir í kjölfar breytinga á þróun leiksins sem CCP hefur ráðist í síðustu mánuði, og vakið hafa töluverða athygli og laðað nýja spilara að leiknum.

Meðal þeirra áhrifamanna innan skemmtanabransans sem hafa „tvítað“ um myndbandið er handritshöfundurinn Gary Whitta, sem er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar, og segir að hér sé á ferð besta auglýsing sem hann hafi nokkurntíman séð („This is one of the best advertisements for anything that I’ve ever seen“).

Nokkrir fjölmiðlar hafa þegar fjallað um myndbandið. PC Gamer segir það „stórfenglegt“ (CCP unleashes spectacular ‘This Is EVE’ trailer), leikjavefurinn RPS telur það fanga dramatík EVE Online á einstakan hátt („blast of action and drama from the world of EVE Online“) og blaðamaður Gameinformer segir ekkert myndband sýna með eins afgerandi hætti töfra leiksins (This Eve Online Trailer Makes Me Want To Play The Game). Myndbandavefurinn 9gag.tv birtir það undir fyrirsögninni „This Is EVE“ Trailer Features The Most Unexpected Voices And It’s Jaw Dropping!

Við höfum gefið út myndbönd úr og tengd EVE Online í um áratug, en aldrei séð viðbrögð sem þessi!

.

Á um 24 tímum hafa rúmlega milljón manns séð myndbandið og jákvæðar umfjallanir fjölmiðla og áhrifamanna í þessum geira hrúgast inn. Í kjölfar þeirra fyrirspurna sem við höfum fengið í morgun er ljóst að við eigum eftir að sjá frekari umfjallanir eftir því sem líður á vikuna, og að útbreyðsla þess á netinu er rétt að byrja. Það er jákvætt að sjá góð viðbrögð spilara leiksins við myndbandinu haldast í hendur við þær breytingar sem við höfum verið að gera á þróun leiksins undanfarna mánuði.

.

Við frumsýndum myndbandið nú um helgina á EVE Down Under, ráðstefnu EVE Online spilara í Ástralíu. Það þykir ekki endilega klókt að gefa út myndband sem þetta um helgi, en við vildum gefa spilurum leiksins kost á að sjá það fyrst. Til þessa höfum við samræmt útgáfu á stórum myndböndum sem þessum við virkni fjölmiðla, og séð til þess stórar netgáttir gætu birt myndbandið á vinnutíma fólks. En þar sem þróun leiksins sjálf er gerð í samvinnu við spilara hans, og spilarar EVE Online eru í aðahlutverki í myndbandinu sjálfu, vildum við fyrst og fremst ná til þeirra við útgáfu þess. Viðtökurnar spila EVE Online við myndbandinu hafa verið vonum framar, það eru þeir sem hafa deilt myndbandinu núna um helgina og komið því jafn víða og það er nú komið.

.

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP.

Töluverðar breytingar hafa átt sér í þróun EVE Online undanfarna mánuði. Í takt við það sem CCP boðaði á EVE Fanfest ráðstefnunni í Reykjavík fyrr í ár gefur fyrirtækið nú út viðbætur við leikinn á 6 vikna fresti, í stað um 6 mánaða áður. Þetta gefur fyrirtækinu kost á að gera örari breytingar á leiknum, í takt við framvindu hans og í kjölfar viðbragða spilara leiksins. Í þeirri þróunarvinnu nýtur CCP ráðgjafar lýðræðislega kjörins ráðs spilara leiksins, Council of Stellar Management (CSM). Í síðasta mánuði ýtti CCP úr vör róttækum breytingum í formi viðbótarinnar Phoebe, sem m.a. hefur riðlað valdajafnvægi ákveðina hluta EVE heimsins sem varað hefur lengi. Breytingarnar hafa orðið umtalaðar, jafnvel umdeildar meðal ákveðina spilara leiksins, en yfir heildina hafa viðbrögð spilara verið sterk og jákvæð. Breytingarnar hafa einnig haft í för með sér aukningu nýrra spilara við leikinn. Næsta viðbótarútgáfa við EVE Online, Rhea, kemur út þann 9. desember og þar verður haldið áfram að betrumbæta og hrista upp í landslagi EVE heimsins.

 

THIS IS EVE

 

 – Fréttatilkynning frá CCP

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑