Tölvuleikir

Birt þann 27. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Umfjöllun: Minecraft á Playstation 3

Í maí síðastliðnum kom Minecraft út fyrir PS3 á diski (retail version) en hafði áður verið aðgengilegur í PSN búðinni sem niðurhal. Þessar útgáfur eru alveg eins að öllu leyti og eru þegar með nokkrar viðbætur sem breyta útliti hetjunnar (Skin pack 1 og 2 og Battle & Beasts Skin pack 1 og 2). Einnig geta neytendur fengið Playstation Vita útgáfuna ókeypis (og öfugt þ.e.a.s. PS3 útgáfuna ef Vita útgáfan er keypt) en ég hef ekki sannreynt þetta. PS3 útgáfan er eðlilega samt langt að baki Xbox 360 og PC hvað varðar viðbætur.

Minecraft-steveÞað myndi æra óstöðugan ef við skrifuðum enn eina gagnrýnina fyrir Minecraft að svo stöddu en PS3 útgáfan stendur fyrir sínu og er algjörlega eins og niðurhalsútgáfan og eru þetta hvoru tveggja uppfært á sama tíma.

Heimurinn virðist vera minni en í PC útgáfum, það eru ósýnilegir veggir sem stöðva mann ef maður fer að synda eitthvað í sjónum sem umlykur aðallandmassann. Kennsluefnið (tutorial) er mjög ítarlegt í þessari útgáfu og „split-screen“ möguleikinn þ.e.a.s. að allt að 4 leikmenn geti spilað í einu á sama sjónvarpi hefur slegið í gegn hjá 8 ára syninum og vinum hans.

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með hvernig leikurinn hefur algerlega gripið þessa ungu hugi; það er ekki nóg með að leikurinn sé spilaður í hvert sinn sem foreldrar leyfa heldur er lítið annað sem þeir tala um. Youtube vídeó eru skoðuð aftur og aftur og nýlega kom sú krafa að skrifa Minecraft á afmæliskökuna. En þetta er óneitanlega „hollari“ leikur en margir aðrir.

Sigurganga Minecraft heldur áfram eins og hún hefur gert síðustu ár og PS4 / Xbox ONE útgáfurnar eru á leiðinni.

 

Höfundur er Steinar Logi Sigurðsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑