Fréttir

Birt þann 28. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Jökull „Kaldi“ Jóhannsson sigrar Intel Hearthstone Cup í Bretlandi

Jökull Jóhannsson, sem er betur þekktur sem Kaldi í Esport heiminum, lenti í fyrsta sæti í Hearthstone á hinu breska Insomnia tölvuleikjamóti sem haldið var um síðastliðna helgi. Um 100 keppendur frá fjölmörgum löndum tóku þátt í mótinu sem var haldið í Ricoh Arena í bænum Coventry. Kaldi vann sig hratt og örugglega upp í útsláttarkeppni mótsins þangað til hann lenti í úrslitaleiknum þar sem hann spilaði gegn engum öðrum en Dignitas Greensheep. Kaldi sigraði Greensheep með þrem sigrum gegn tveim, og stóð því uppi sem sigurvegari mótsins, og fékk fyrir það 1.500 bresk pund í verðlaun sem gera u.þ.b. 300.000 kr.

Fyrir þá sem vilja sjá hvernig leikirnir gengu fyrir sig þá er hægt að nálgast myndbönd af leikjunum HÉR á Twitch.

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑