Bækur og blöð

Birt þann 30. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

„Stórkostleg upplifun“ – Einar Leif fór á LonCon 3 ráðstefnuna í London

Daganna 14. til 18. ágúst fór fram LonCon 3 sem er þriðja The World Science Fiction Convention (WorldCon) sem haldin hefur verið í London. Sumir hafa eflaust ekki heyrt af þessari hátíð sem hefur verið haldin árlega frá 1939 en þar hafa Hugo verðlaun verið afhent síðan árið 1956. Ráðstefna var haldin í Excel Centre í London en næst mun hún verða haldin á í Spokane í Washington fylki í Bandaríkjunum (Sasquan). Ég var svo heppinn að hafa tök á því að fara í ár og kynnast þeirri einstöku upplifun sem WorldCon býður upp á.

Einar_London_01

Ég flaug út á fimmtudagsmorgni og var mættur í ráðstefnuhöllina rétt eftir setningarathöfnina. Eitt af því sem ég tók strax eftir var hið einstaka andrúmloft sem var á þessari ráðstefnu. Um leið og ég fór í skráningarröðina byrjaði fólkið í kringum mann að spjalla enda allir komir þangað til að njóta sameiginlegs áhugamáls og svona var öll helgin. Hvert sem maður fór voru allir vinarlegir og jafnvel þekktir rithöfundar/listamenn tilbúnir að tala við hvern sem er. Hver sem er fékk að sína sinn innri nörd og allir fordómar hurfu á meðal hátíðargesta.

Á ráðstefnunni var sérstakt aðdáendasvæði og verslunarrými til hliðar. Í þéttri dagskránni var oft erfitt að finna tíma fyrir kvöld- og hádegismat en þegar ég stalst til að fá mér eitthvað í gogginn eyddi ég yfirleitt góðum tíma í að skoða bæði þessi svæði. Þar voru básar sem kynntu komandi hátíðir, bóksölur, listamenn, spilasalir, bar og kaffihús. Oft var erfitt að komast í burtu án þess að kaupa sér staka bók eða fimm. Á kvöldin voru svo heljar partý á aðdáendasvæðinu þar sem veitingar voru veittar fyrir gesti og gangandi.

Einar_LonCon3_stollDagskrá hátíðarinnar var með endalausu úrvali af fyrirlestrum, umræðum, upplestrum, tónleikum og fleira og fleira. Á meðal rithöfunda sem voru á hátíðinni voru m.a. George R.R. Martin, Connie Willis, Joe Haldeman, Scott Lynch, Joe Abercrombie ásamt mörgum öðrum. Heiðursgestir hátíðarinnar voru Iain M Banks (hans minnst), John Clute, Malcolm Edwards, Chriss Foss, Jeanne Gomoll, Robin Hobb og Bryan Talbot.

Á meðal umræðna sem ég sá voru saga furðusagna, félagsmiðlar fyrir unga rithöfunda, hagkerfi í fantasíum, að skrifa fyrir börn og unglinga, hvernig skrifa maður myndasögur, saga WorldCon ráðstefna (þar sem Robert Silverberg fór á kostum), tímaferðalög í sögum og stöðu ungra lesenda í nútímasamfélagi. Þetta er bara upptalning og einungis hluti af því sem ég sá en ef einhver er áhugasamur um einstakt málefni mun ég glaður senda viðkomandi upplýsingar um það.

Aðrir atburðir sem ég sótti voru Hugo verlaunahátíðin, Retro Hugo verlaunahátíðin, vinnustofa um hugmyndir, tónleikar, kaffi- og bjór samsæti með höfundum eða ritstjórum og fullt af alls konar partíum. Á mánudeginum var ég gjörsamlega búinn á því og er enn í skýjahöll mörgum dögum síðar. Að mér vitandi vorum við sjö Íslendingar sem vorum á ráðstefnunni ásamt bandarískri stúlku sem býr í Reykjavík en ég vona að það verði fleiri frá klakanum næst. Ég mæli hiklaust með að allir sem hafa áhuga fari á svona hátíð. Þetta er hreint út sagt stórkostleg upplifun sem aðdáendur furðusagna mega alls ekki láta fram hjá sér fara.

Deadpool lét sjá sig með vini sínum sem ég veit ekkert hver var. Minnir á Halo en passar ekki alveg.

Deadpool lét sjá sig með vini sínum sem ég veit ekkert hver var. Minnir á Halo en passar ekki alveg.

 

Mikið var um sölubása á þar til gerðu svæði. Hægt var að kaupa bækur, myndasögur og ýmsa aðra muni, auk þess var heilt listagallerí þar sem hægt var að bjóða í verk.

Mikið var um sölubása á þar til gerðu svæði. Hægt var að kaupa bækur, myndasögur og ýmsa aðra muni, auk þess var heilt listagallerí þar sem hægt var að bjóða í verk.

 

Batman mætti ásamt börnunum sínum. Var fyndið að sjá hann geyma leikföngin þeirra á meðan þau skoðuðu svæðið.

Batman mætti ásamt börnunum sínum. Var fyndið að sjá hann geyma leikföngin þeirra á meðan þau skoðuðu svæðið.

 

Scott Lynch, Leslie Ann Moore, Thomas Olde Heuvelt, Timi Susman og Juliet E McKenna spjölluðu um The Problem with Making a Living Writing SF&F.

Scott Lynch, Leslie Ann Moore, Thomas Olde Heuvelt, Timi Susman og Juliet E McKenna spjölluðu um The Problem with Making a Living Writing SF&F.

 

Ég tók þátt í hugmyndasmiðju og sýndi klárlega hve illa skrifandi ég er (bæði á ensku og með penna).

Ég tók þátt í hugmyndasmiðju og sýndi klárlega hve illa skrifandi ég er (bæði á ensku og með penna).

 

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir

 

 

Höfundur er Einar Leif Nielsen,
rithöfundur.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑