Íslenskt

Birt þann 24. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Risaútgáfa af PONG spiluð á Hörpu

Í gærkvöldi gafst áhugasömum tækifæri til að spila klassíska tennisleikinn PONG á Hörpu. Spilarar sóttu sérstakt app til að stjórna tennisspöðunum í leiknum. Um er að ræða listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley sem var til sýnis á Menningarnótt í Reykjavík, en PONG leikurinn spilaði stóran þátt í sögu tölvuleikja.

Útkoman var vægast sagt glæsileg eins og sést á myndbandinu okkar hér fyrir neðan. Þeir sem misstu af þessu einstaka tækifæri þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að spila PONG á Hörpu á hverju kvöld út mánuðinn, líkt og kemur fram á Facebook-síðu Atla Bollasonar:

[…] Miðbæjargestir geta svo spilað á hverju kvöldi út mánuðinn og tekið þannig þátt í Reykjavik Dance Festival. Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir tveimur árum þegar ég og Leó vorum að virða þetta mikla hús fyrir okkur og sólin gyllti hafflötinn og hugdetturnar lónuðu yfir flóanum. Nú er leikurinn loks næstum orðinn að veruleika og ég stend í þvílíkri þakkarskuld við samstarfsmann minn Owen Hindley en líka Hörpu og Vodafone sem hafa reddað okkur aftur og aftur. Það er allt hægt. Það er allt hægt. Það er allt hægt. […]

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑