Fréttir

Birt þann 3. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2014: EVE Online fær 10 uppfærslur á ári

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, steig fyrstur á svið á EVE Online Keynote og lét nokkur orð falla um Fanfestið og EVE og kynnti CCP Seagull. Hún Seagull tók fram að þau hjá CCP væru fyrst og fremst mjög hreykin af EVE heiminum. Einnig að þau væru staðráðin í því að vinna fyrst og fremst að spilun leiksins og að reyna að tengja EVE heiminn sífellt betur saman.

Í framhaldinu fór hún yfir það sem hafði gerst frá síðasta Fanfesti og byrjaði á því að nefna Fountain stríðið og bardagann 6V sem var stærsti bardagi í sögu EVE heimsins. Hún nefndi einnig The Alliance mótið og einnig fjáröflunina fyrir Rauða krossinn til styrktar fórnarlömbum Í Filippseyjum eftir hvirfilbyl þar árið 2013 sem hápunkta. Hún talaði aðeins um uppfærsluna Rubicon sem kom út í nóvember á síðasta ári. Að lokum nefndi hún baráttuna um B-R5RB sem var mannskæðasti netbardaginn, og stóð yfir í 21 klukkutíma og kostaði spilara ellefu billjónir ISK (sem er gjaldmiðill leiksins). Síðan var áhorfendum sýnd stutt heimildarmynd um bardagann.

Seagull nefndi að hingað til hafi CCP aðallega verið að bæta jafnvægi milli skipa og fjölda í uppbótum á EVE. Í kjölfarið fjallaði hún um að þau hafa upp að þessum tímapunkti gert tvær uppfærslur á ári en áætla að gefa út 10 uppfærlsur á ári næstu 10 árin og að þær fyrstu fengu nöfn grísku guðanna og að sú fyrsta fengi nafnið Kronos sem yrði gefin út þann 3. júní. Sú uppfærsla verður frekar stór og með miklu efni (meira verður fjallað um það síðar í greininni). Síðan verða næstu uppfærslur gefnar út að meðallagi á 6 vikna fresti. Seagull sagði frá því að þetta þýddi að þau gætu verið metnaðarfyllri í öllum uppfærslum á leiknum, þar sem stutt væri á milli uppfærsla og auðveldara að laga það sem þarf.

EVE_Online_Odyssey_FF14

Næstur á svið var kynntur CCP Scarpia, aðal leikjahönnuður CCP, og sagði hann frá því að hann vill að maður geti eyðilagt allt í leiknum! Ekki bara það sem að leikmenn búa til. Honum finnst einnig að þau þurfi að viðhalda sömu meginreglum og þau hafa fylgt til þessa, til þess að leikurinn geti þróast enn frekar.

Síðan voru nokkrir starfsmenn CCP kynntir sem fóru yfir helstu breytingar sem myndu verða í Kronos uppfærslunni og má þar nefna til dæmis að iðnaður í leiknum yrði mikið bættur, framleiðsla, þjöppun (compression) og rannsóknir voru líka nefndar. Einnig var farið aðeins ýtarlegra í það að flestar tegundir skipa yrðu mikið bætt og nýtt tegund skipa kynnt sem fékk nafnið Prospect og að það myndi hafa hulins-eiginleika. Einnig var nefnt að það yrðu nýjir óvinir í Mordu’s Legion sem verða í hættulegustu kerfum leiksins. Þessi frétt fór mjög vel í áhorfendur því þetta þýðir að hægt verður að búa til þrjár nýjar tegundir af skipum byggðum á Mordu’s Legion skipunum. Einnig eiga spilarar eftir að geta stýrt hljóðinu í leiknum betur og breytt því.

EVE Online_FF14

Næst var aðeins talað um Dogma sem er kerfið sem sér um hvernig leikurinn spilast, og farið aðeins í stærðfræðina á bak við það kerfi. Þetta var allt saman frekar ruglingslegt, en þeir voru einfaldlega að láta okkur vita af því að það væri búið að einfalda það þannig hægt væri að bæta það enn frekar.

Seagull mætti aftur á sviðið og sýndi hún hvernig hægt væri að mála skipið sitt og breyta því. Hún sagði að þau vilji bæta stríðsrekstur í leiknum enn frekar. Fólkið í salnum virtist mjög sátt með það sem fram kom og klappaði oft fyrir hlutunum sem verða í Kronos uppfærslunni.

 

Höfundur er Elmar Víðir Másson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑