Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Vangaveltur um „found footage“ kvikmyndir
    Bíó og TV

    Vangaveltur um „found footage“ kvikmyndir

    Höf. Nörd Norðursins28. mars 2014Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Árið 2000 sat ég límdur við sjónvarpstækið. Ástæðan var sú að ég ásamt nokkrum félögum mínum vorum að horfa saman á hryllingsmyndina The Blair Witch Project (1999). Myndin fjallar um hóp kvikmyndagerðarfólks sem leggur leið sína inn í skóglendi til þess að finna einhverjar vísbendingar um tilvist Blair nornarinnar sem sagan segir að haldi til í skóginum. Öll myndin er tekin á ódýra myndbandstökuvél og 16mm filmuvél og ef maður vissi ekki betur væri hægt að trúa því að upptökurnar væru raunverulegar. Myndin var búin að fá mikið umtal enda höfðu framleiðendur myndarinnar talið fólki trú um að myndin væri byggð á raunverulegum atburðum. Eftir myndina var ég í sjokki enda skók myndin mann gríðarlega og lokaatriðið sat í mér mjög lengi. Þetta var líka í fyrsta skipti sem ég sá „found footage“ kvikmynd. Nornin í Blair hvarf svo úr minningunni og mörg ár liðu. Svo um daginn ákvað ég að horfa á myndina aftur og bera saman við þær „found footage“ kvikmyndir sem hafa komið út síðastliðin ár.

    Blair Witch ProjectÉg taldi mér trú um að myndin væri ekki jafn góð í annað skiptið. Enda var ég árið 2000 yngri en ég er í dag (náttúrulega) og var því móttækilegri fyrir allskyns sorpi frá Hollywood. Það kom því skemmtilega á óvart hvað The Blair Witch Project lifir ennþá góðu lífi. Myndin er nefnilega þrusugóð!

    Gerð myndarinnar kostaði lítið á sínum tíma en hún þénaði gríðarlega mikið í miðasölu. Þetta var því mynd sem virtist fylla upp í ákveðið tóm í hryllingsmyndaflórunni. Eftir velgengni myndarinnar varð found footage formið vinsælt aftur en það hafði fallið í gleymsku frá því að myndir á borð við Cannibal Holoucaust (1980) gerðu garðinn frægan. Blair Witch kom þessu frásagnarformi aftur á kortið. Nokkrar „found footage“ kvikmyndir voru gerðar fyrir tíma Blair Witch Project en þær nutu ekki nálægt því jafn mikilla vinsælda.

    Nokkrum árum eftir hryðjuverkaárásirnar ellefta september árið 2001 fór að bera á því að „found footage“ kvikmyndir væru gerðar í ríkari mæli. Má eiginlega segja að það hafi orðið sprenging í gerð slíkra kvikmynda. Kevin J. Wetmore höfundur bókarinnar Post-9/11 Horror in American Cinema telur að ástæðan fyrir því að svo margar „found footage“ kvikmyndir voru framleiddar í kjölfar ellefta september sé sú að þennan örlagaríka dag fylgdist fólk með árásunum í beinni útsendingu og upptökur frá myndavélum almennings voru notaðar til þess að sýna atburðinn frá ólíkum sjónarhornum. Þó telur hann að megin ástæðan sé sú að enginn bjóst við ógninni.

    Cloverfield

    Það sem einkennir „found footage“ myndir eftir ellefta september er að í þeim upplifa aðalpersónurnar hrikalega atburði án þess að búast við þeim öfugt við t.d. Blair Witch Project. Í henni eru kvikmyndagerðarmennirnar að fara inn í skóg til þess að leita að Blair norninni. Í Cannibal Holocaust eru sömuleiðis kvikmyndagerðarmennirnir að leita að ógninni, það er að segja í þeirra tilfelli mannætum. Þessi vissa um ógnina er síðan ekki að finna í „found footage“ kvikmyndum eftir hryðjuverkaárásirnar og það er ágæt skýring á því.

    Það sem „found footage“ kvikmyndir eftir ellefta september bera með sér er það sama og fólk upplifði þegar árásirnar áttu sér stað. Það er að segja að það vissi enginn hvað var í vændum, ógnin kom öllum að óvörum. Þess vegna nýta myndir á borð við Cloverfield (2008) og REC (2007) þetta óvænta element. Í Cloverfield byrjar myndin á því að upptökumaðurinn er að taka upp partí án þess að hafa hugmynd um hvað er í vændum. Í REC og endurgerðinni, Quarantine (2008), eru kvikmyndagerðarmenn að fylgja slökkviliðsmönnum eftir í útkall án þess að hafa hugmynd um hvað bíður þeirra. Reyndar minna þær myndir mjög á heimildarmyndina 9/11 (2002) eftir James Hanlon en sú mynd átti upphaflega að fjalla um slökkviliðsmann í New York. Útkoman varð allt önnur en þeir gátu ímyndað sér því einn tökudaginn flugu hryðjuverkamenn á Tvíburaturnana.

    „Found footage“ myndir virðast hafa misst sjarmann svolítið og búið er að mjólka kúnna að mínu mati. Þær myndir sem hafa eitthvað bit eru V/H/S (2012) og Cloverfield. Svo virðist sem þetta frásagnarfrom sé þó komið í hring því indverska hryllingsmyndin 6-5=2 (2013) svipar mjög til Blair Witch Project, í þeirri mynd er þó post-9/11 einkenni þar sem ógnin birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti.

    Hvað sem öllu tali um „found footage“ myndir líður þá er Blair Witch Project þrusufín mynd enn þann dag í dag og ég hvet fólk til þess að kíkja á hana ef það hefur ekki séð hana. Ég held að fáar myndir í þessum „found footage“ stíl muni toppa hana.

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Blair Witch Project Cloverfield found footage Ragnar Trausti Ragnarsson Rec
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörda barsvar á Vínsmakkaranum 29. mars
    Næsta færsla Fréttabréf Nörd Norðursins hefur göngu sína
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.