Fréttir

Birt þann 6. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

QuizUp á Android

QuizUp, hinn risavaxni spurningaleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu Plain Vanilla, hefur verið að gera einstaklega góða hluti frá því að leikurinn kom út í nóvember fyrra. Hingað til hefur leikurinn eingöngu verið fáanlegur á Apple tæki en í dag kom leikurinn (loksins) á Android netverslunina Google Play. QuizUp var lengi vel á topplistanum yfir mest sóttu öppin og í dag eru notendur leiksins orðnir fleiri en 10 milljónir!

Í QuizUp geta þátttakenndur valið á milli 400 mismunandi spurningaflokka og keppt við aðra þátttakenndur í rauntíma. Leikirnir byggja á sömu hugmynd og eldri QuizUp leikirnir frá Plain Vanilla (sbr. Basketball QuizUp og Nat Geo Wild QuizUp), nema að þessi leikur er margfalt stærri, öflugri og virkari. Meðal vinsælustu spurningaflokka QuizUp eru; sjónvarpsþættir, bókmenntir, kvikmyndir, íþróttir, tölvuleikir og tónlist.

Skoða QuizUp á Google Play

 

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑