Allt annað

Birt þann 10. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þúsundasta færslan!

Heil og sæl og verið velkomin á þúsundustu MEGA færslu Nörd Norðursins! Ta-da! Í tilefni þess að nú eru komnar inn eitt þúsund færslur á heimasíðu Nörd Norðursins höfum við ákveðið að vísa í tíu áhugaverðar færslur sem hafa birst á síðunni í gegnum tíðina.

 

1. tbl. Nörd Norðursins, 4. apríl 2011

1tbl-wpFærsla frá 9. júní 2011
Það eru ekki allir sem vita að Nörd Norðursins byrjaði upphaflega sem veftímarit. Heil fimm tölublöð voru gefin út á netinu og er enn hægt að nálgast þau ókeypis hér.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Nördaleg kynfæra gælunöfn!

Færsla frá 21. september 2011
Þessi færsla var lengi vinsæl og með nokkrum hressandi kommentum. Í færslunni eru gefnar upp hugmyndir að hinu fullkomna millinafn

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Leikjatölvusamfélagið á Íslandi

Leikjatolvusamfelag_IslandFærsla frá 3. janúar 2012
Í þessari grein er fjallað um helstu leikjatölvusamfélögin á Íslandi. Samfélögin hafa m.a. séð um tölvuleikjakeppnir á borð við Skjálfta, spjallsíður fyrir áhugamenn leikjatölva og fleira. Einnig er skoðað hvaða hópar það eru sem nota leikjatölvur helst, en til að komast að því var safnað saman upplýsingum yfir 3.400 notenda á spjallborðum Íslenska PlayStation Samfélagsins og Íslenska Xbox Samfélagsins.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

22 bestu leikirnir á Sinclair Spectrum 48k

Sinclair Spectrum

Færsla frá 17. janúar 2012
Sannkölluð nostalgíubomba! Leikjatölvan ZX Spectrum var 30 ára í fyrra og af því tilefni var ákveðið að rifja upp bestu leikina sem voru gefnir út á Sinclair Spectrum 48k á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar tölvan var upp á sitt besta.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Nördalegasta flúr Íslands

NordalegastaFlurid_SkullKidOddurFærsla frá 30. mars 2012
Nörd Norðursins í samstarfi við Bleksmiðjuna hóf leit að nördalegasta flúri Íslands á síðasta ári. Í keppnina bárust alls 69 myndir af nördalegum flúrum frá 50 þátttakendum sem skarta glæsilegum flúrum sem tengjast tölvuleikjum, ofurhetjum, teiknimyndasögum, vísindaskáldskap,  hrollvekjum og öðru nördalegu. Sigurvegarar skörtuðu flúrum af Skull Kid úr tölvuleiknum The Legend of Zelda: Majoras Mask og vísindamanninum Albert Einstein. Í færslunni er að finna myndir af öllum þeim flúrum sem tóku þátt í samkeppninni.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Forsetaframbjóðendur svara spurningum

Forseti2012_SvarthofdiFærsla frá 24. júní 2012
Nörd Norðursins hafði samband við forsetaframbjóðendur ársins 2012 og lagði fram fjórar mikilvægar spurningar sem tengjast málefnum sem snertir okkur öll – eins og hvernig myndi verðandi forseti bregðast við uppvakningaárásum á Íslandi?

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Topp 10 rauntímaherkænskuleikir seinustu aldar

 starcraftFærsla frá 8. ágúst 2012
Ítarleg og skemmtileg grein þar sem farið er yfir topp 10 rauntímaherkænskuleiki sem voru gerðir fyrir seinustu aldamót.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Rammíslenzkir hrekkjavökubúningar

axlarbjornFærsla frá 26. október 2012
Nú styttist í hrekkjavöku og því viðeigandi að minnast á þessa færslu frá því í fyrra þar sem má finna 7 hugmyndir að rammíslenzkum hrekkjavökubúningum! Af hverju að klæða sig upp sem vampíra, varúlfur eða Frankenstein skrímslið á meðan mun hræðilegri fyrirbrigði fyrirfinnast í okkar eigin þjóðsagnaarfi?

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Íslenskur tölvuleikjastraumur á Nörd Norðursins

LeikjastraumurFærsla frá 24. maí 2013
Eitt af höfuðmarkmiðum Nörd Norðursins hefur ávallt verið að styðja við bakið á íslenskri tölvuleikjamenningu, og þar af leiðandi settum við upp miðlæga síðu þar sem íslenskir leikjastreymarar geta fengið hlekk inn á sína útsendingu. Með þessari síðu vonumst við til að auðvelda aðgengi að íslenskum leikjastraumum. Bæði til þess að streymendur fái aukið áhorf, en einnig til þess að þá sem þyrstir í að horfa á samlanda sína spila tölvuleiki hafi stað til að nálgast úrval af slíkum útsendingum.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Leikjarýni: Grand Theft Auto V

GTAVFærsla frá 25. september 2013
Vinsælasta leikjarýni Nörd Norðursins til þessa! Grand Theft Auto V er fimmti leikurinn í hinni umdeildu Grand Theft Auto (GTA) leikjaseríu frá Rockstar. Leikurinn hefur slegið eldri sölumet og skilaði inn einum milljarði Bandaríkjadala í kassann á aðeins þremur dögum.

Smelltu hér til að skoða færsluna.

 

Hér í lokin minnum við svo á eina nýlega færslu til viðbótar — Leitinni að tölvuleikjanörd Íslands!

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑